Húsráð: Hvernig á að þrífa míkrófíber áklæði?

Það eru allmargir sem eru með sófa eða stóla heima sem er með míkrófíber-áklæði. Kosturinn við það er að það má alveg þrífa áklæðið án þess að eyðileggja það, það er hægt að nota á það blauta tusku og flestir blettir fara úr eins og hendi sé veifað.

Eðlilega fara öll húsgögn að láta á sjá eftir áralanga notkun og það sést hvar fólk situr oftast og hvar helstu álagsblettirnir eru og óhreinindi safnast upp. Við fórum á stúfana og fundum síðuna hennar Angelu þar sem hún segir frá góðri leið til að þrífa þessi svokölluð míkrófíber áklæði. Angela segir:

 

„Ég byrja á því að ryksuga áklæðið vel og vandlega“

Það sem þú þarft er:

  • Edik
  • Míkrófíber tusku eða svamp
  • Skrúbbur eða þvottabursti

Skref 1:

Blandaðu edik með vatni svona 50/50. Prófaðu fyrst smá blett á sófanum og gáðu hvort allt sé ekki bara eins og það á að vera.

Skref 2:

Sreyjaðu áklæðið með ediklausninni, svo að áklæðið verðið örlítið rakt/blautt. Ekki rennbleyta áklæðið því þá getur það tekið langan tíma að þorna almennilega. Ediklausnin leysir upp fitu og hreinsar vel.

Skref 3:

Nuddaðu áklæðið með míkrófíber tusku eða svampi. Tuskan er mjög góð á áklæðið og losar þornaðar matarleifar og puttaför.

Skref 4:

Leyfðu efninu að þorna og leyfðu því að vera alveg í friði á meðan og reyndu að halda krökkunum í burtu (ef þú átt börn). : Let your furniture dry.

 

Skref 5:

Burstaðu efnið til að mýkja það og ýfa það upp. Míkrófiber efnið getur orðið flatt og stíft þegar það hefur verið þrifið en þegar þú notar burstann þá lagast það.

Angela segir að það sé enn smá raki á kantinum þarna en hún hafi viljað taka myndina á meðan ennþá var bjart úti.

Nú er bara um að gera að prófa þetta!

 

SHARE