Kaffiaðdáendur ættu að hugsa sig tvisvar um þegar þeir henda kaffikorg næst í ruslið því hann er hægt að endurnýta á ýmsan hátt enda ríkur af fosfór, magnesíum, kopar, kalíum og köfnunarefni.

Plöntuáburður og moltugerð

Kaffikorgur er næringarrík viðbót við moltugerð og með því að láta hann liggja í vatni yfir nótt fæst næringarríkur plöntuáburður.

Rósir elska kaffi
Kaffikorgur hefur lengi verið leynivopn rósaunnenda. Hann léttir jarðveginn í kringum rósirnar og dregur til sín orma sem loftræsa jarðveginn og hleypa meira súrefni að þeim.

Skordýrafæla

Sniglar sniðganga kaffi og ef þeir sækja í grænmetisgarðinn er upplagt að dreifa kaffikorg í moldina.
Kaffi lætur húðina ljóma
Kaffikorginn má blanda saman við kókosolíu og nota bæði sem andlits- og líkamsskrúbb sem mýkir og endurnýjar húðina.

Blettahreinsir

Sápa og kaffikorgur gera kraftaverk þegar ná þarf erfiðum blettum úr flíkum. Eins fer selta af skóm með því að nudda salti yfir þá.

Heimilisilmur

Fyrir þá sem elska ilminn af nýlöguðu kaffi og fá ekki nóg eftir nokkrar uppáhellingar yfir daginn ættu að prófa að strá smávegis korgi yfir heitar eldavélahellur strax eftir eldamennsku í eldhúsinu.

SHARE