Húsráð: Komdu í veg fyrir að dökku gallabuxurnar skilji eftir sig ummerki

Hefur þú sprangað um í glænýjum dökkum gallabuxum? Jafnvel tyllt þér í hvítan leðurstól? Eða hvers kyns innanstokksmuni sem ljósir eru á lit. Staðið svo upp, horft á stólinn og hann er bara ekki lengur hvítur. Alveg þvert á móti. Blá slykja liggur yfir sætinu og sama hversu mikið þú sleikir á þér puttana og reynir að ná ósköpunum af þá gerist ekkert. Þetta er pikkfast.

a3b826f6-8ff0-4401-adaa-70237064b23b

Ég hef einu sinni staðið upp úr hvítu sófasetti og fengið hland fyrir hjartað. Blessunarlega var sófasettið ekki í minni eigu. Þannig að ég hysjaði bara upp um mig spánýju gallabuxurnar mínar og flúði af vettvangi med det samme.

Þennan glæp má víst mjög einfaldlega koma í veg fyrir.

Þú þarft:

Baðkar/vask/vaskafat

1 bolla af borðediki

Settu kalt vatn í baðkarið, vaskinn eða ílátið sem þú hefur valið þér til brúks. Skvettu edikinu saman við. Hentu gallabuxunum út í á röngunni og láttu þær dúsa þar í góðan klukkutíma. Jafnvel yfir nótt. Leggðu þær síðan til þerris.

amp_jeans_IMG_4246

Voilá, rassinn á þér skilur aldrei eftir sig ummerki aftur.

 

Tengdar greinar:

7 húsráð varðandi þvott á fötum – Fötin endast lengur

Gefðu gallabuxum nýtt líf

17 frábær húsráð fyrir þig

SHARE