Hvað ættum við að forðast á Facebook – Nokkur atriði

Það er alltof auðvelt að gleyma því hversu margir geta séð allt sem þú gerir á Facebook, fólk pirrar sig yfir ýmsu sem vinir pósta á Facebook, ég persónulega elska þegar fólk er duglegt að pósta myndum og þessháttar og ég er ekki barnanna best þar sjálf enda oft voða dugleg í því. Það sem ég hef heyrt fólk pirrast yfir í sambandi við Facebook er ýmislegt, hér eru nokkur atriði..

1. Myndir af ÖLLU sem þú borðar.

Myndir af morgunmatnum, hádegismatnum OG kvöldmatnum er eitthvað sem enginn hefur áhuga á að sjá. Ef þér finnst að þú VERÐIR að láta fólk vita hvað þú borðaðir síðast er það amk lágmark að þær séu fyndnar, veiti upplýsingar um hvað er Í matnum, girnilegar, skondnar eða eitthvað í þá áttina.

Mynd af morgunkaffinu, er bara ekki alveg að gera sig.. jafnvel þó að froðan sé hjartalaga!

2. Að vera alltaf að breyta um sambandsstatus

..og þá sérstaklega ef þú breytir um status í hvert skipti sem þú og makinn farið að rífast.

Ef þú ert hætt/ur í sambandi er það allt annað mál, en að sjá fólk sem breytir stanslaust um sambandsstatus á Facebook er frekar pínlegt, ef þú breytir statusnum þínum í “einhleypur” til að senda maka þínum einhver skilaboð þá er kannski sniðugt að átta þig á því að makinn er ekki sá eini sem fær skilaboðin heldur líka allir Facebook vinir þínir… og Facebook vinir makans jafnvel líka. Þetta lætur þig ekki líta neitt rosalega vel út, kannski pínu kúkú bara..

3. myndir af fótunum á þér og vinum þínum í hring.

Já, það virðist vera eitthvað nýtt trend á Facebook. Já já það getur alveg verið gaman að sýna nýju flottu skónna sína, en oft eru þetta bara feitar tær og ljótir skór.. voðalega lítið áhugavert.

4. Status þar sem þú ert með hálfkláraða sögu þar sem þú ert að fiska eftir svörum. Eins og “ég er í sjokki”

Þá viltu heyra “af hverju” en vilt svo ekki svara..

5. Of margar fyllerísmyndir

Við elskum öll að gera okkur glaðan dag.. en það er kannski ekki allt Facebook hæft.

6. Að nota Facebook sem dagbók

“Ég vaknaði í morgun klukkan 7, vakti börnin, gaf þeim að borða, Gulli minn kúkaði svo rosalega á sig að ég þurfti að skipta um föt á honum áður en ég fór með hann í leikskólann en það reddaðist nú. Svo fór ég með börnin í skóla og leikskóla og gat þá loksins fengið mér morgunkaffi, eftir morgunkaffið fór ég á netið og vafraði um og skoðaði Hún.is svolítið, eftir það kom kallinn heim í hádegismat og einn stuttann og mikið var það nú gott. Svo fór ég í vinnuna og það var nú voðalega lítið að gera, ég var nú bara mest á Facebook…………….” og svo restin af deginum. Það nennir eeenginn að lesa þetta.

7. Símamyndir af þér að pósa í speglinum með stút á vörum

Þessar sjálfsmyndir af þér þar sem þú pósar duckface pósunni frægu gætu verið í þínum huga eins og list. En þeir sem sjá þær eru líklega ekki á sama máli. Sérstaklega ekki ef þannig myndir eru þær EINU sem þú setur inn og jafnvel margar á dag..

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here