Hvað borðar Khloe Kardashian?

Margir velta því eflaust fyrir sér hvað stjörnur á borð við Khloe Kardashian borða yfir daginn. Hvað borðar fræga fólkið eiginlega? Hvernig heldur þetta fólk sér í svona góðu formi?

Sjá einnig: Khloe Kardashian: Fáklædd við æfingar á St.Barths

Í vikunni kom út bók eftir raunveruleikastjörnuna Khloe Kardashian. Bók ber nafnið STRONG Looks Better Naked og fjallar meðal annars um baráttu Khloe við aukakílóin. Í bókinni gefur Khloe lesendum sínum góð ráð varðandi líkamsrækt og matarræði og gefur þeim innsýn inn í sína eigin matardagbók.

rs_634x950-151021145102-634-2khloe-kardashian-book-cover

Svona lítur einn dagur út hjá Khloe:

05:00 – Stórt glas af vatni og svart kaffi.

6:00 – Líkamsrækt.

08:00 – Stórt glas af vatni, hafragrautur og prótínhristingur.

11:00 – Epli og hnetusmjör.

13:00 – Kínverskt kjúklingasalat.

15:00 – Hummus, grænmeti og stórt glas af vatni.

19:00 – Fiskur og gufusoðið grænmeti.

21:00 – Ávextir og grísk jógúrt.

SHARE