Hvað ef dónaritið Cosmopolitan væri ritskoðað? – Myndir

Cosmopolitan: tímaritið sem flestir elska að hata, sumir glugga í svona í laumi og aðrir gleypa í sig hvern dag. Einhverjir hafa aldrei flett Cosmo, en flestir ef ekki allir hafa skoðun á yfirborðskenndum kynlífsgreinunum, þvaðrinu sem fjallar allt um hvernig best er að fanga mann, halda athygli hans og síðast en ekki síst: LÆRA AÐ VERA HIN FULLKOMNA ÂSTKONA.

Cosmo er. Já. Ein ljúfasta synd nútímans. Tímaritið sem allir tala um, enginn vill kannast við að fletta og hvað þá að vel upplýst nútímakonan viðurkenni að taka nokkuð einasta mark á orði sem í glansritinu stendur. Engu að síður. Það er gaman að fletta Cosmo – sem er stútfullt af kynlífsumfjöllunum, erótískum greinum og inn á milli – ægilega safaríku slúðri.

Í glettilega skemmtilegu mótsvari ritstjórnar Cosmopolitan má sjá nokkrar forsíður sem forkólfar glansritsins settu saman í háði til að velta upp þeirri spurningu hvernig glansritið kynni að líta út, ef tekið væri mark á öllum gagnrýnsisröddum. Hér að neðan má sjá afraksturinn, sem er hryllilega fyndinn.

 

… hvernig liti Cosmo út ef ritskoðun næði fram að ganga?   

cosmo1

[new_line]

cosmo2

[new_line]

cosmo3

SHARE