Ég sá þennan brandara hjá karlmanni á Facebook og fannst ég verða að deila honum með ykkur. Það eiga eflaust margir eftir að kvarta yfir því að vera að líkja körlum við hunda, en fyrir mína parta þá finnst mér það bara nokkuð falleg samlíking. Ég elska hunda og þeir eru jú bestu vinir mannsins.

Hvað eiga hundar og karlmenn sameiginlegt?

-Báðir eru haldnir ofsahræðslu gagnvart ryksugu.
-Báðir koma hlaupandi þegar þú eldar.
-Þeir leggja hluti frá sér allstaðar.
-Þeir líta út fyrir að vera heimskir&sætir á sama augnablikinu.
-Hvorugur þeirra segja þér hvað er að angra þá.
-Báðir sofna þeir í sófanum á kvöldin.
-Báðir urra þegar þeir eru ekki ánægðir.
-Báðir vaða beint í klofið á þér þegar þið kynnist.
-Báðir fylgja þeir eðlishvöt sinni.
-Báðir prumpa án þess að skammast sín.
-Báðir stinga af þegar þeir sjá eitthvað sem er meira spennandi en þú.
-Hvorugur tekur eftir því að þú hefur klippt þig&litað hárið.
-Þegar þú vilt vera í friði, vilja þeir leika.
-Báðum finnst póstmaðurinn eitthvað grunsamlegur.
-Báðir pissa alltaf útfyrir…..

SHARE