Hvað eiga Oprah Winfrey, Bill Gate og Edda Björgvins sameiginlegt?

Hver er markþjálfinn þinn?

Oprah Winfrey, Tiger Woods, Bill Gates, Andre Agassi og Edda Björgvins hafa nýtt sér aðstoð markþjálfa – af hverju ekki þú?
Það þarf ekkert að vera að til þess að fólk nýti sér markþjálfa – það er fremur merki um að þú sért að gera góða hluti og viljir gera enn betur, bæði í einkalífi og starfi.
Þegar þú tekur þá ákvörðun að setja þig í fyrsta sæti, fjárfestir í sjálfum/sjálfri þér og velur að starfa með markþjálfa þá er mikilvægt að velja markþjálfa sem hefur lokið viðurkenndu námi í markþjálfun.
Markþjálfar eru ekki ráðgjafar eða sálfræðingar – þeir hjálpa þér hins vegar að finna þín eigin svör og þína persónulegu leið til að verða þitt allra besta.  Markþjálfi aðstoðar þig við að skilgreina fagleg og persónuleg markmið, gera þau framkvæmanleg og að ná þeim á árangursríkan hátt.  Góður markþjálfi veitir þér einnig stuðning og hvatningu til að ná þeim árangri sem þú stefnir að, hver svo sem hann er.
Markþjálfun er ekki ný af nálinni.  Markþjálfun ruddi sér til rúms víða erlendis á áttunda áratug síðustu aldar og var Félag markþjálfunar á Íslandi stofnað árið 2006 og má finna meira um það á www.markthjalfun.is
ICF (alþjóðleg samtök markþjálfa) gerði rannsókn og kannaði meðal þeirra sem hafa nýtt sér markþjálfun hverjar væru helstu ástæður fyrir því að fólk ætti að fá sér markþjálfa og voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
•       80% þeirra sem hafa nýtt sér markþjálfun segjast hafa meira sjálfstraust
•       72% segjast hafa bætt samskiptahæfni sína
•       70% segjast hafa bætt eigin frammistöðu í vinnu
•       67% segjast upplifa meira jafnvægi vinnu og einkalífs
•       57% segjast hafa bætt eigin tímastjórnun

 
Ef þú hins vegar telur þig ekki hafa þörf fyrir að skerpa sýn þína á hvert þú stefnir, bæta tímastjórnun eða skipulag, einfalda líf þitt og upplifir að öll svið lífs þíns og starfs eru í fullkomnu jafnvægi og hefur enga þörf fyrir að ná betri árangri eða bæta persónulegan vöxt og þróun þá skaltu ekkert vera að hugsa um að fá þér markþjálfa.

markth
Markþjálfunardagurinn 30. Janúar.
Fimmtudaginn 30. janúar 2014 er Markþjálfunardagurinn haldinn í annað sinn.
Þar verður fluttur fjöldi stuttra og skemmtilegra erinda um árangur af markþjálfun og hvernig hún nýtist þeim sem vilja;
•       ná auknum árangri í íþróttum
•       gera breytingar hjá sér, í einkalífi eða starfi
•       verða betri stjórnendur
•       bæta heilsuna
•       bæta samskipti og samvinnu
•       verjast andlegu ofbeldi
•       o.fl. o.fl. –
Það eru mörg erindi í boði sem hægt er að velja um og á milli og kostar miðinn fyrir allan daginn aðeins 5.900 kr.  Er hægt að nálgast miða hér

dagskráin3

SHARE