Hvað er kláðamaur?

Helstu smitleiðir eru við nána snertingu milli manna

Helstu einkenni eru:

 • Kláði (sérstaklega að nóttu til).
 • Mjóar rauðar rákir á húðinni.
 • Útbrot og afrifur á húð vegna klórs.
 • Einkenni geta komið nokkrum vikum eftir fyrstu sýkingu, en eftir endurteknar sýkingar kemur kláði eftir nokkra daga.  Kláðinn getur haldið áfram í nokkra vikur eftir rétta lyfjameðferð.

Greining:

 • Fer fram hjá lækni

Meðferð:

 • Hverfur ekki af sjálfu sér og þarfnast því alltaf meðferðar.
 • Lyfjameðferð í samráði við lækni og fylgja leiðbeiningum vel.
 • Venjulega er ein lyfjameðferð árangursrík en þó má endurtaka meðferð eftir 7-10 daga ef þörf er á.
 • Mikilvægt að bera mýkjandi krem á líkamann daginn eftir meðferð og eftir þörfum.
 • Kláði getur varað í allt að 6 vikur eftir meðferð og því eru oft notuð kláðastillandi lyf samtímis.
 • Mikilvægt að öll fjölskyldan fái samtímis meðferð þó einkenna sé ekki vart.

Ráðleggingar:

 • Þvo föt, handklæði, sængurföt, greiður, bursta og annað sem kemst í snertingu við líkamann úr 50° heitu vatni (minnst 15 mín.).
 • Þau efni sem ekki má þvo úr svo heitu vatni ætti að setja í lokaðan poka í 2 vikur.
 • Gott að klippa neglur hjá börnum með smit og ef til vill láta þau sofa með hanska.
 • Daginn eftir meðferð má barn fara aftur í skólann.

Hvað er hægt að gera til að forðast kláðamaur?

 • Gott að minna börn á að fá ekki lánuð föt, trefla o.s.frv. hjá öðrum.
 • Fylgjast með einkennum á þeim svæðum sem kláðamaurinn herjar á, það er:
  • Milli fingra, greipar og handarbök
  • Úlnliði og olnboga
  • Undir höndunum
  • Húðin umhverfis naflann
  • Geirvörtur kvenna
  • Kynfæri karla
  • Innanverð læri og mitti

Grein þessi er fengin af vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Fleiri heilsutengdar greinar má finna á doktor.is logo

SHARE