Hvað er líkaminn hugsanlega að segja okkur? – 5 atriði

Líkaminn lætur okkur vita á ýmsan hátt hvernig honum líður. Við skiljum ekki alltaf skilaboðin en hér eru upplýsingar af veraldarvefnum sem gæti verið ráð að athuga.

Ef þú ferð að missa hárið

Og þú heldur að það sé af því þú notar hárblásarann of mikið eða hefur sléttujárnið of heitt eða að þú sért einfaldlega bara að eldast. Þetta getur allt verið rétt en það getur líka bent til þess að þú þurfir að borða meira prótín.  Ef þetta lagast ekki skaltu hafa samband við lækni þinn.

Þú tekur eftir blettum á vörunum

Þér dettur fyrst í hug að þetta sé sólbruni eða að þú hafir fengið freknur á varirnar eftir alla sólina í sumar og það getur líka alveg verið. En það er alltaf gott að láta húðlækni fylgjast með blettum, sér í lagi ef blettirnir eru fjólubláir að lit. Maður verður að vera viss og það er alltaf ágætt að láta fylgjast með nýtilkomnum blettum, hvort sem þeir líta út eins og freknur eða fæðingarblettir.

 

Þú ert lengi búin að vera með mikla bauga undir augum

Það er alveg eðlileg, finnst þér af því að þú ert undir miklu álagi og sefur illa.  En þetta gæti bent til þess að þú sért með slæmt ofnæmi – og þetta þarf einfaldlega að athuga. 

 

Útbrot á hökunni og kjálkunum eða dökkir blettir á hálsi, höndum, brjóstum og lærum

Þú ert orðin fullorðin og hélst að þú værir komin af bólualdrinum. Ef þú tekur eftir því að þú ert með bólur og kýli í andlitinu (acne) og þær hverfa ekki ættirðu að hafa samband við lækninn þinn vegna þess að þetta gæti, hugsanlega bent til þess að þú sért með PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Fjölblöðrueggjastokkaheilkennið getur gert það að verkum að það verða hormónatruflanir hjá konum og þær fá bólur og/eða kýli í andlitið. Dökkbrúnir blettir myndast einnig oft á hálsi, höndum brjóstum eða lærum og því er alltaf gott að vera vel vakandi.

 

Þú tekur eftir breytingum á lit naglanna

Þér dettur í hug að þú hafir rekið hendurnar í eða naglalakkið hafi skilið eftir smá lit og það getur verið rétt. En ef þetta jafnar sig ekki skaltu láta kíkja á það!

 

SHARE