Hvað er snyrtifræði?

Snyrtifræði er mjög fjölbreytt og skemmtileg grein. Margir halda að snyrtifræðin snúist aðeins um að pússa neglur og varalita konur, en það er eins langt frá sannleikanum og mögulegast getur. Mikill lærdómur er í líffræði og líffæra- og lífeðlisfræði, með áherslu á húðina og starfsemi hennar. Húðin er okkar stærsta líffæri og því ekki hægt að gera lítið úr því að læra um hana 😉

Í snyrtifræði eru kennd mörg fög og sem dæmi má nefna smit- og sóttvarnir, efnafræði, húðsjúkdómafræði, næringarfræði, heilbrigðisfræði, skyndihjálp auk allra verklegu og fagbóklegu hluta námsins.

Í dag eru þrír skólar sem kenna snyrtifræði og eru þeir Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Snyrtiakademían og Fashion Academy.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here