Hvað er það sem heillar konur við yngri menn?

Er aldur afstæður?
Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér undanfarið, hvað er svona eðlilegt þegar kemur að aldri milli para. Eru einhverjar reglur?  Eða er eitthvað sem segir það sé betra að vera með einhvern aldursmun á milli einstaklinga eða ekki.

Samkvæmt könnun í Bandaríkjunum er meðal aldursmunur á pörum þar 4,4 ár,  þar að segja að karlmaðurinn sé eldri en konan. Það virðist vera minna um að konur fari í það að yngja upp, en aðeins 1% af konum sögðust vera viljugar til að hitta yngri mann. Það virðist vera algjört æði í Hollywood hjá kvenstjörnum að sækja sér í yngri mennog þá töluvert mikið yngri menn.

Hvað er það sem heillar konur við yngri menn?

Jú þær tala flesta um að það sé eitthvað heillandi við að geta skólað yngri strákana til og kennt þeim sitthvað um lífið og þá helst innan svefnherbergisins. Yngri menn virðast líka vera töluvert opnari þegar kemur að samböndum, því þeir reyndari eru oft brenndir eftir fyrrverandi kærustur, einnig hræddari við að ganga alla leið. Svo það er kannski eina leiðinn fyrir þær gömlu sem vilja finna sér maka er að finna sér ein yngri mann?

Hinsvegar velti ég því fyrir mér hvað er leyfilegt að aldursbilið sé mikið. Ég skoðaði á netinu óformlega könnun sem var gerð á www.er.is og þar kemur fram að flestum finnst aldur ekki skipta máli svo lengi sem báðir aðilar hafi náð 18 ára aldri. Aðrir settu markið við 10-15 ára aldurmun. Það sem sló mig mest er að það virðist vera meira þol fyrir því að maðurinn sé eldri í sambandinu heldur en konan. Um leið og konan fer að verða 10-15 árum eldri þá fara að heyrast háværar raddir frá stórum parti kvenna um hvað það sé ósmekklegt.

Ég persónulega tel að það sé ekki hægt að dæma þessa hluti yfir alla heildina. Hvert samband er einstakt fyrir sig og getur verið jafn eðlilegt með 20 ára aldursmun á milli aðila og það getur verið óeðlilegt með 5 ára aldursmuni.

Ástin spyr ekki um stað eða stund og svo sannarlega ekki um aldur.

Gerður Arinbjarnar.

langar http://credit-n.ru/avtokredit.html http://credit-n.ru/microzaymi-blog-single.html

SHARE