Hvað fékk Jessica Biel í sængurgjöf frá Justin Timberlake?

Stórstjörnurnar Jessica Biel og Justin Timberlake eignuðust sitt fyrsta barn fyrir viku síðan. Timberlake færði spúsu sinni að sjálfsögðu gjöf á sængina, gjöf sem á að hafa gert hina nýbökuðu móður gjörsamlega orðlausa – að sögn heimildarmanns OK! Magazine. 

Sjá einnig: Justin Timberlake eignast son

*EXCLUSIVE* Jessica Biel shows off huge baby bump during a beach walk

Lét heimildarmaðurinn einnig flakka hver gjöfin góða var, en Justin kom víst færandi hendi með demantseyrnalokka og hálsmen – sem saman kostuðu litlar 12 milljónir. Verðmiðinn kannski engum á óvart en Justin er ekki vanur að spara þegar eiginkona hans er annars vegar.

Sjá einnig: Justin Timberlake staðfestir þungun eiginkonu sinnar með sætum kossi

SHARE