Hvað finnst honum um ólétta líkamann þinn í raun?

Við sem höfum gengið með barn eða börn vitum að það getur reynt á sjálfstraust kvenna þegar líkaminn tekur svona miklum breytingum á tiltölulega stuttum tíma. Í könnun sem CafeMom kom í ljós að 52% kvenna viðurkenna að þær voru óöruggar með líkama sinn á meðgöngunni. Margar konur sögðust líka velta því fyrir sér hvað maka þeirra finnst um líkama þeirra á þessum tíma.

The Stir fór á stúfana og spurði ónafngreinda karlmenn um hvað þeim finnst um líkama maka þeirra meðan á meðgöngu stendur. Svörin eru áhugaverð:

 

1. Það er ekkert meira sexý! „Ég man enn eftir því hvernig konan mín leit út þegar hún var ófrísk, en hún leit ótrúlega vel út, full af lífi og mjög kynþokkafull.  Það er ekkert og þá meina ég EKKERT jafn spennandi og að sjá kúluna stækka, á konunni sem ég elska.“

51 árs þriggja barna faðir

 

2. Elska líkamann, en ekki kynlífið „Þó að mér þætti líkami konu minnar ofsalega fallegur, átti ég erfitt með að stunda kynlíf með henni. Mér leið alltaf eins og það væri þriðji aðili með okkur í herberginu.“ –

44 ára maður með eitt barn

 

3. Ekki sleppa þér alveg „Konur eru með fallegar línur sem ýkjast á meðgöngu. Þrátt fyrir það finnst mér ekki að konur eigi að sleppa sér alveg og verða bara að formlausri klessu. Þú getur ekki verið klessa og líka verið kynþokkafull.“

45 ára karlmaður sem væri til í að eignast börn

 

4. Hún leit út eins og gyðja. „Mér finnst bumban vera mjög spennandi, eins og frjósemisgyðja. Mér finnst líka mjög heillandi tilhugsun að þurfa ekki að nota getnaðarvörn því ófrísk kona verður ekki ófrísk.“

39 ára karlmaður sem vill eignast börn

 

5. Það er sárt að horfa. „Þegar konan mín var að verða búin að klára meðgönguna með tvíburana okkar, var bumban orðin 111 sentimetrar í ummál. Það var sárt að horfa á hana.“

38 ára maður með tvö börn og tvö á leiðinni.

 

6. Risastór brjóst „Þegar konan mín var ólétt, stækkuðu brjóstin hennar (stærð D) heilmikið. Það var æðislegt. Hennar stórglæsilegi líkami var bara enn fallegri en vanalega. –

31 árs maður með eitt barn

 

7. Sumar líta stórglæsilega út, aðrar ekki. „Þegar konan mín gekk með syni okkar þrjá, ljómaði hún og sú staðreynd að hún gekk með barnið okkar bræddi mig alveg. Þó ég beri alltaf ákveðna virðingu og dáist að ófrískum konum, þá finnst mér ekki allar konur vera fallegar á meðgöngu. Kannski hefur þetta eitthvað með það að gera að mér finnist mín kona fallegust en ég hef alltaf sagt að ef kona er falleg fyrir meðgöngu þá mun hún vera falleg eða jafnvel fallegri á meðgöngunni.“

5o ára karlmaður með þrjú börn.

 

8. Ólétta drepur niður kynhvötina. „Fyrir mér er ekkert kynferðislegt við ófríska konu. Ég held að þetta sé partur af þróuninni: Hún er nú þegar orðin ólétt svo þú ættir að leita að kynlífi einhversstaðar annarsstaðar. Svona eins og þú hefur engan áhuga á að kaupa hús sem einhver annar á nú þegar. Kona sem er ekki ekki ófrísk kona er miklu meira aðlaðandi.“

41 árs gamall tveggja barna faðir

 

9. Magnað hvað líkamar okkar geta gert saman. „Þegar fór að sjá á konunni minni fannst mér alveg magnað að við hefðum gert þetta saman. Mér fannst það kraftaverki líkast að ég hafi átt hlut í því að breyta líkamanum hennar og mér fannst hún hafa gefið mér gjöf. Hún hlýtur að elska mig af öllu hjarta og það fékk mig til að elska hana enn heitar.“

35 ára pabbi með eitt barn

 

10. Mér finnst þetta ógeðslegt. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér ófrískar konur ógeðslegar. Þær líta illa út, með naflann standandi út í loftið, nuddandi á sér magann og horfa með glansandi augum út í loftið. Þetta er eins og að taka Porsche, eyðileggja hann með öxi og skipta honum út fyrir Dodge. Ef þú værir eigandi af þessum Porsche, hvernig liði þér þá? Þetta er algjörlega til að eyðileggja allt og þá sérstaklega kynþokka og aðdráttarafl konunnar.“

Einhleypur 43 ára gamall maður sem ætlar sér ekki að eiga börn

 

11. Fær mig til að meta konur enn meira. „Mér finnst eitt af því magnaðasta við ófrískar konur, það er að sjá líkamlegu breytinguna á þeim. Maginn verður meira og meira kúlulaga, kemur meiri fylling í brjóstin og mjaðmirnar breytast. Þær eru með líf sem vex og dafnar innra með þeim og það er eitthvað sem karlmenn geta ekki gert. Já það getur verið að hún finni fyrir skapsveiflum og bjúg, en það er ekki við öðru að búast. Sem karlmenn getum við ekki gert okkur í hugarlund hvernig það er að vera með nokkurra kílógramma manneskju innra með okkur. Ef maður hugsar út í það hvað konan þarf að ganga í gegnum til að koma þessu lífi í heiminn, kann maður enn meira að meta hana fyrir vikið.“

Tilkynnið óléttuna með stæl! – Myndir36 ára maður með tvö börn

 

 

Tengdar greinar: 

(Ó)gleðin og ljóminn – Þjóðarsál frá einni ófrískri

Tilkynnið óléttuna með stæl! – Myndir

Konan vildi ekki óléttumyndatöku – Hann tók til sinna ráða – Myndir

Hlutir sem bara óléttar konur komast upp með – 7 atriði

Ólétta konan mín í GIF myndum

SHARE