Hvað gerist í líkama þínum við of mikið álag/stress?

Álag eða stress getur haft ýmis neikvæð og slæm áhrif á þig, líkamlega og andlega. Þú getur verið með vöðvaspennu, sem getur síðan leitt til mikilla höfuðverkja, mígrenis og annarra verkja. Meltingarvandamál, of hraður hjartsláttur og andþyngsli. Of hraður hjartsláttur sem getur síðan leitt til kvíðakasta. Vitað er að kynhvöt getur minnkað verulega við of mikið álag, eins getur hárlos gert vart við sig. Alvarleg vandamál svo sem svefnleysi og of hár blóðþrýstingur getur síðan leitt til hjartaáfalls og jafnvel heilablóðfalls. Ef þú ert undir of miklu álagi og upplifir mikla streitu í lífi þínu, skaltu leita hjálpar eins fljótt og þú getur. Þú berð ábyrgð á lífi þínu og farðu vel með sjálfa/n þig.

 

Sjá einnig: Stress hefur áhrif á allan líkama þinn

 

SHARE