Hvað óttast þú allra mest?

Hugsar þú aldrei með söknuði til einfaldleika barnæskunnar; í þá daga þegar veröldin var rósrauð, vondu kallarnir fóru rakleiðis í fangelsi og skrímsli voru vandlega geymd undir rúmi um nætur?

Það getur verið svo einfalt að vera barn. Fullorðnir óttast allt aðra hluti; Lánasjóður Íslenskra Námsmanna skorar t.a.m. ofarlega á listanum. Að ekki sé minnst á fyrrverandi kærasta! Nú eða lélegt farsímanet … einsemd sem engan endi ætlar að taka … ástæðulausan ótta við sjaldgæfa sjúkdóma …. og ógeðslegar köngulær.

Þetta er svo SATT! 

SHARE