Hvað segir hárið þitt um þig?

Hárið okkar segir mikið til um hvering týpur við erum og sumir segja að hárið segi jafnvel eitthvað til um persónuleika okkar.

Sjá einnig: DIY: Einfaldur og náttúrulegur hármaski

Krullhærðar ráða heiminum. Krullur eru seiðandi og heillandi. Þær sem leyfa krullunum sínum að vera villtar og trylltar eru líklega metnaðargjarnar og  sjálfstæðar.

Hver getur haldið í við þessar rauðhærðu? Ekki tala illa um þessar rauðhærðu, því þær eiga eftir að taka í rassgatið á þér.

Liðað hár er lostafullt. Ef þú ert með liði eða finnst flott að vera með liði ertu að öllum líkindum tilfinningarík og gott efni í listakonu eða ljóðskáld.

Sjá einnig: Mæðgur sem hafa aldrei klippt á sér hárið

Stutt og sætt. Þær sem kjósa að vera með stutt hár eru góðhjartaðar og sætar í sér ásamt því að vera í góðri tengingu við sjálfar sig.

Messí hár er kynæsandi. Þú þarft ekki að vera sterk til að sýna hvað í þér býr og ert að öllum líkindum mjög ákveðin.

Viðhaldsfrekt hár. Ætli það væri hægt að tengja saman viðhaldsfrekt hár og að vera dálítil prinsessa að innan líka? Bara hugdetta.

Sjá einnig: 16 ára í fyrsta sinn í klippingu

Töffarahár er spennandi. Ef þú átt það til að fara alla leið með stílinn þinn átt þú það til að vera ákveðin með sjálfa þig líka. Fólk sem er með óhefðbundið hár er vanalega ævintýragjarnt og með mikið hugrekki.

Það er ekkert venjulegt við millisítt. Ef þú ferð milli veginn er líklegt að þú ert röksemdarmanneskja og skynsöm.  Þú ert líklegast líka með fullkomnunaráráttu og átt á hættu á því að pirrast auðveldlega.

Þessar fullkomnu styttur. Þú elskar að vera virk og líklegast í fanta góðu formi eða átt það til að minnsta kosti.

SHARE