Hvað segir Renee Zellweger um nýtt útlit sitt

Það hefur allt verið vitlaust í netheimum núna vegna breytts útlits leikonunnar Renee Zellweger, en hún lét sjá sig í boði hjá Elle Women í Hollywood fyrr í þessari viku. Margir halda því fram að hún hafi farið í lýtaaðgerðir. Samkvæmt Renee sjálfri segist hún bara lifa heilbrigðara lífi núna.

zellweger
Renee Zellweger á Hollywood Women síðastliðinn mánudag.

„Ég er ánægð með að fólki finnist ég hafa breyst í útliti. Ég hef breytt lífstílnum mínum og lifi hamingjuríkara og fyllra lífi en áður og það sést á mér,“ segir Renee við People. „Vinir mínir segja að ég sé svo friðsæl og ég er heilbrigð sem ég var ekkert alltaf. Ég var með óraunhæf markmið sem urðu til þess að ég hugsaði ekki vel um mig. Í stað þess að staldra við, keyrði ég mér út þangað til ég var örmagna og tók slæmar ákvarðanir til þess að fela það. Ég vissi alveg af glundroðanum og á endanum ákvað ég að breyta þessu.“

Renee segir líka: „Kannski lít ég öðruvísi út en það gera allir þegar þeir eldast. Mér líður líka öðruvísi, ég er hamingjusöm.“

 

 

SHARE