Hvað segir þinn blóðflokkur um lífslíkur þínar?

Getur blóðflokkur þinn haft eitthvað um það að segja hvort þú lifir af alvarlega áverka? Í nýrri sem gerð var á bráðamóttöku í Japan kom nokkuð áhugavert í ljós og það eru ekki góðar fréttir fyrir fólk sem er í blóðflokki O.

Rannsóknin er kölluð: „The impact of blood type O on mortality of severe trauma patients“ eða „Áhrif þess að vera í blóðflokki O á dánartíðni sjúklinga með alvarlega áverka“

Sjá einnig: Blóðleysi, járnskortur, orsakir, einkenni og lausnir

“Nýlegar rannsóknir benda til þess að fólk í blóðflokki O gæti hugsanlega verið í meiri áhættuhóp hvað varðar heilablóðfall,“ segir Dr. Wataru Takayama. Hann er einn af þeim sem gefur út rannsóknarniðurstöðurnar.

„Blóðmissir er ein stærsta ástæða dauða hjá sjúklingum sem hljóta alvarlega áverka, en rannsóknir um hvort munur sé á milli blóðflokka, hvað varðar áhættu á lífláti í kjölfar alvarlegra áverka, hafa verið af skornum skammti,“ sagði læknirinn einnig.

Sjá einnig: Hvernig kærasta átt þú að eiga?

Rannsóknarteymið fór yfir gögn frá 901 sjúkling sem höfðu orðið fyrir alvarlegum áverkum, sem leiddi til örorku eða dauða. Frá árinu 2013 til 2016 voru allir þessir sjúklingar fluttir á neyðarmóttöku í Matsudo City spítala í Japan.

Rannsóknin sýndi að 28% þeirra sem voru í blóðflokki O létust, en það er næstum því þrisvar sinnum fleiri en í öðrum blóðflokkum. Fyrir blóðflokk A, B og AB voru líkurnar á dauða um 11%.

 

Heimildir: Medical Daily

SHARE