Það hafa rosalega margir gaman að allskonar stjörnuspám og persónuprófum. Ég rakst á þetta á netinu og fannst þetta eiga svo svakalega vel við mig að ég ákvað að þýða þetta fyrir ykkur. Kíktu á þann mánuð sem þú fæddist í og sjáðu hvort þetta passar við þig.

Janúar

Steinn: Granat
Hundur: Siberian Husky
Blóm: Nellika
Lykt: Hlý og mjúk handklæði

Ef þú fæddist í janúar eru miklar líkur á því að þú sér hlý og gefandi manneskja sem myndir hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi. Þú ert leiðtogi en það tengist því að fæðast í fyrsta mánuði ársins. Fólk leitar til þín í óreiðu og ógæfu lífsins, þú ert þeirra skjól í storminum. Þú ert hugsuður, nákvæm/ur og úrræðagóð/ur. Þínir kostir eru heiðarleiki og góðmennska. Þú tekur kósýheit og þægindi fram yfir glamúr og glys. Þú elskar að elska og þér finnst þú aldrei jafn lifandi eins og þegar þú ert að læra nýja hluti.

Þú hefur upplifað erfiða tíma undanfarið en nú taka rólegri tímar við. Peningavandræði munu leysast á næstunni. Lærðu af erfiðleikunum og segðu svo skilið við þá. Slakaðu á og njóttu næsta kafla í lífi þínu.

 

Febrúar

Steinn: Blákvars
Hundur: Cocker Spaniel
Blóm: Íris
Lykt: Heitt kakó með kanil

Ef þú ert fædd/ur í febrúar ertu skemmtileg, jarðbundin og umhyggjusöm manneskja. Þú elskar að hlæja og láta aðra hlæja. Þú sérð alltaf kostina hjá öðru fólki. Hollusta og skuldbindingar eru þér mikilvæg og þú gerir þitt besta til að valda öðrum aldrei vonbrigðum. Þegar þú lofar einhverju, þá stendur þú við það. Þú gefur þig alltaf 100% í það sem þú gerir, hvort sem verkefnið sé stórt eða lítið. Vegna þessa veit fólk að það getur treyst þér fyrir öllu. Þú ert góð, kurteis og gefandi manneskja. Þér finnst gaman að hitta nýtt fólk en þarft líka að eiga tíma fyrir þig. Þú vilt hafa hreint í kringum þig og allir hlutir eiga að vera á sínum stað.

Þú ert að fara að upplifa nýja hluti sem munu breyta lífi þínu. Þú munt í kjölfarið finna hjá þér nýja og óvænta hæfileika sem þú munt njóta til fullnustu. Það er aldrei of seint að vaxa og breytast. Njóttu þess.

Sjá einnig: 7 kynlífsráð fyrir þig ef maki þinn er FISKUR

 

Mars

Steinn: Aquamarine
Hundur: Boston Terrier
Blóm: Páskalilja
Lykt: Mintuís með súkkulaðibitum

Ef þú fæddist í mars, ertu ástríðufull, skapandi manneskja með ástríðu fyrir dramatík. Þú ert frökk, litrík og lífsglöð manneskja sem elskar að prófa nýja og spennandi hluti – hvort sem það er nýr matur, staðir eða dægrastytting. Hjartað þitt stjórnar för og þú meinar alltaf það sem þú segir. Þú vilt hafa einkalífið fyrir þig en þegar þú opnar þig fyrir einhverjum blómstrar þú. Þú nýtur þess að vera utandyra því þú átt auðvelt með að tengjast náttúrunni og veröldinni í kringum þig. Þú ert stolt/ur af þér og þinni vinnu og ert góð/ur í því að gera marga hluti í einu.

Það eru miklar líkur á því að þú hafir verið að glíma við eitthvað mjög persónulegt vandamál, sem þú hefur ekki sagt neinum frá. Nú er samt komið að því að sleppa af þessu takinu. Opnaðu þig og deildu þessu með einhverjum. Það mun veita þér svarið sem þú hefur leitað að. Þú getur ekki gert allt ein/n.

Apríl

Steinn: Demantur
Hundur: Pomeranian
Blóm: Baldursbrá
Lykt: Bleikt límonaði

Ef þú fæddist í apríl ertu að öllum líkindum björt og kraftmikil manneskja með hjarta úr gulli. Þú elskar að gefa gjafir og plana óvæntar uppákomur fyrir fólkið sem þú elskar. Það er ekkert sem gleður þig meira en að sjá aðra gleðjast. Þú birtir upp hvert einasta herbergi sem þú kemur inn í og skilur alltaf eitthvað eftir þig. Þú ertu vinnusöm/samur og sterka siðferðiskennd og þú fylgir öllum þínum málum af mikilli ástríðu. Þú ert sú/sá sem fólk treystir á. Þú ert hress og góð/ur og setur alltaf aðra í fyrsta sæti.

Þér kann að finnast þú vera ótrúlega óheppin – en það er allt að fara að breytast. Þú gerir þér ekki grein fyrir því strax en þú hefur nú þegar hitt manneskjuna sem mun opna fyrir nýtt tækifæri í þínu lífi. Það er undir þér komið að nýta þér það. Ekki hika.

Maí

Steinn: Smaragður
Hundur: Border Collie
Blóm: Liljur
Lykt: Heimagerður bananabúðingur

Ef þú ert fædd/ur í maí ertu auðmjúk manneskja sem setur alltaf alla aðra í fyrsta sæti. Þú ert huguð/aður og djörf/djarfur og fólk man alltaf eftir þér. Fólk bíður alltaf spennt eftir því að heyra hvað þú lætur út úr þér næst. Þegar þú hefur myndað þér skoðun á einhverju eða einhverjum geturðu verið rosalega föst/fastur á þinni skoðun, en það er bara partur af sjarmanum. Þú ert góðhjörtuð/góðhjartaður og gefandi og myndir hjálpa þeim sem væru hjálparþurfi. Þú elskar að hlæja og skemmta þér. Þú ert sterk/ur, klár og fljót/ur að læra.

Þú hefur átt smá erfitt uppdráttar upp á síðkastið en það er allt að fara að breytast. Hlustaðu á hjarta þitt og ráð þinna nánustu og heppnin mun breytast þér í vil. Lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt hingað til en þegar upp er staðið ertu búin/n að draga af því mikinn lærdóm. Þú munt gera stóra hluti. Lærðu af fortíðinni og líttu svo fram á veginn.

 

 

Júní

Steinn: Alexandrite
Hundur: Pug
Blóm: Rós
Lykt: Jarðaberja ostakaka

Ef þú ert fædd/ur í júní ertu ákveðin og ástríðufull manneskja sem tekur ekki nei sem svar. Þegar þú veist hvað þú vilt, ferðu á eftir því. Sjarmi þinn, gáfur og óttaleysi munu alltaf hjálpa þér. Þú hefur mörg áhugamál og veist ótrúlega marga hluti. Þú elskar listir, hvort sem það eru þínar listir eða annarra. Þú ert blanda af fágun og óformlegheitum og getur stillt þig inn á adrúmsloftið á hverri stundu. Þú ert heillandi, góð/ur, skemmtileg/ur og klár. Þú ert traustur vinur og vinnusöm/samur.

Þú hefur verið að ganga í gegnum persónuleg vandræði nýlega, en þetta er allt að leysast. Ekki missa trúna. Þú hefur verið að berjast í erfiðu stríði, hvort sem það er líkamlegt eða sálrænt. En bráðum mun allt verða eins og það á að vera. Eitt lítið skref í einu og allt mun verða eins og það á að vera.

 

Júlí

Steinn: Rúbín
Hundur: Golden Retriever
Blóm: Vatnalilja
Scent: Hlý sólarvörn

Ef þú fæddist í júlí ertu skemmtileg, hlý og gefandi manneskja. Þú hefur gaman að því að ferðast um heiminn og upplifa eins mikið og þú getur. Þú ert forvitin manneskja og ert alltaf að spyrja spurninga og að reyna að finna út úr hlutunum sjálf/ur. Þú er metnaðarfull/ur í starfi og gerir alltaf þitt besta. Þú tekur alltaf vel á móti fólki og ert örlát/ur og fólki líður vel í kringum þig. Þú eignast vini auðveldlega en þú treystir bara örfáum. Þér finnst gaman að takast á við verkefni og gefst aldrei upp. Þú ert klár, finnur fyrir samkennd með öðrum og ert skapandi.

Það er eitthvað að bætast við fjölskylduna þína fljótlega, hvort sem það er gæludýr, barn eða bara einhver önnur nýjung. Það eru ekki allir tilbúnir fyrir þessa breytingu en þetta mun koma öllum á heimilinu til góða. Þetta er það eina sem ykkur vantar. Breytingar geta verið ógnvænlegar, en taktu þeim opnum örmum og þú munt blómstra. Þetta er spennandi tími í þínu lífi.

Sjá einnig:Hvaða stjörnumerki er mest kynæsandi?

Ágúst

Steinn: Peridot
Hundur: Pit Bull
Blóm: Gladíólur
Lykt: Grillaðir sykurpúðar

 

Ef þú ert fædd/ur í ágúst ertu frökk, sterk og seig manneskja. Þú ert full/ur sjálfstraustsog hefur alltaf svarið við öllu. Í þínum vinahóp ertu áreiðanlegi vinurinn sem allir treysta á. Þ gefur alltaf góð ráð og ert í raun leiðtogi. Þú ert róleg/ur undir pressu og bregst alltaf fljótt og vel við óvæntum uppákomum. Þú hatar að vera of sein/n og fylgir alltaf reglum en það þýðir samt ekki að þú skemmtir þér ekki. Þvert á móti elskar þú hlátrasköll og partý. Þú elskar lífið og náttúruna, sérstaklega dýr en þú ert með stórt hjarta. Þú elskar að gefa.

Það getur verið erfitt fyrir þig en nú er kominn tími til að leyfa öðrum að stjórna. Þú getur ekki gert allt sjálf/ur. Það getur verið hollt að sleppa tökunum. Taktu þér tíma fyrir þig sjálfa/n og það sem þig vantar aðallega í lífinu þínu. Það gæti verið að þig vanti bara hvíld og afslöppun. Gefðu þér tíma í það.

 

September 

Steinn: Safír
Hundur: Corgi
Blóm: Blástjörnufífill
Lykt: Piparkökur

Ef þú er septemberbarn ertu mjög hefðbundin manneskja. Þú nýtur einföldu hlutanna í lífinu og tekur þér tíma í allt. Þú ferð þér hægt, andar að þér heiminum í kringum þig og kannt að meta það að hafa nægan tíma. Sumir skilja kannski ekki þann tíma sem þú tekur þér í hlutina en þeir þurfa heldur ekki að skilja það. Þú ert klassísk sál sem kann að meta mannasiði, gestrisni og sjálfbærni. Þú ert ekki mikið fyrir tækni og myndir frekar eyða tímanum í garðinum eða í að dást að fornmunum. Þú ert hlý og góð manneskja og fólk dregst það þínum gamaldags sjarma.

Það eru að fara að verða miklar og góðar breytingar hjá þér á næstunni. Þessar breytingar hafa verið í nánd í langan tíma og núna fer þetta að gerast. Haltu áfram á þinni leið og allt fer vel. Breytingar verða ekki alveg strax og ekki kannski alveg eins og þú hélst en þær eru ætlaðar þér. Taktu á móti þeim.

 

Október

Steinn: Rose Quartz
Hundur: Bernese
Blóm: Morgunfrú
Lykt: Heitur eplacider

Ef þú ert fædd/ur í október ertu skapandi, andleg manneskja sem gefur þig alla í allt sem þú gerir. Þú skilur aldrei neitt eftir óklárað og tekur vinnuna þína mjög alvarlega. Þú gerir alla hluti með öllu þínu hjarta og ert til í að gera hvað sem er til að gera verkið rétt. Þú kannt að meta sögu og elskar að læra nýja hluti. Undir hörðu yfirborðinu ertu mjúk/ur, góð/ur og viðkvæm/ur. Þú nýtur fallegra hluta í lífinu en ert ekki hrædd/ur við að óhreinka þig. Þú ert heillandi og ástríðufull/ur og fólk dregst að þér.

Þér líður ábyggilega stundum eins og þú sért misskilin/n, en ekki hafa áhyggjur. Fljótlega muntu vera komin á réttan stað með rétta fólkinu og allt mun smellpassa. Þú getur loksins tjáð þig eins og þig hefur alltaf dreymt um. Þú verður komin heim.

 

Nóvember

Steinn: Tópas
Hundur: Dalmatíuhundur
Blóm: Sólbrá
Lykt: Nýbakað brauð
Ef þú fæddist í nóvember ertu mjög líklega sterk, seig og þrjósk manneskja. Innan við alla veggina ertu samt með hjarta úr gulli. Þú átt stundum erfitt með að tjá þig en það er af því að þú finnur svo margar tilfinningar í einu. Þú ert viðkvæm/ur og umhyggjusöm/samur og elskar að hlæja. Þú ert heillandi og frökk/frakkur og eftir þér er tekið hvar sem þú ert. Það er ekkert sem gleður þig meira en að bretta upp ermar og leysa verkefni vel af hendi.

Þú átt stundum erfitt með fortíðina, en um leið og þú sleppir tökunum af henni mun líf þitt blómstra og breytast á ólýsanlegan hátt. Þú munt upplifa mikinn og langþráðan létti. Ekki berjast á móti. Þetta er það besta fyrir þig og mun gera líf þitt hamingjuríkara.

 

Desember

Steinn: Blár Zircon
Hundur: Collie
Blóm: Jólastjarna
Lykt: Amaretto kaffi

Ef þú ert desemberbarn ertu hátíðleg, ákveðin manneskja sem elskar hlýju, þægindi og liti. Þú elskar skipulag og reglur og þarft að hafa hvort tveggja í daglega lífinu. Þú lítur út fyrir að vera róleg og köld manneskja, en innst inni er mikið af tilfinningum. Þú reynir að sýna ekki miklar tilfinningar en þær blossa samt upp reglulega. Þú hugsar mikið og elskar að skapa eitthvað og ert upp á þitt besta í skapandi og frjálslegu andrúmslofti. Þú velur þér vini gaumgæfilega og ert ekkert að deila of miklu með öðrum. Þú ert hversdagleg/ur, auðmjúk/ur og harðdugleg/ur.

Þú munt upplifa andlega vakningu mjög fljótlega. Líf þitt mun, þér að óvörum, breyta um stefnu. Það getur verið erfitt í fyrstu, en taktu þessum breytingum opnum örmum. Þú þolir meira en þú hélst að væri mögulegt. Þér mun verða ljóst að þetta er það sem líf þitt snýst um.

 

Deildu endilega ef þér finnst þetta passa við þig og þinn fæðingarmánuð.

 

Heimildir: Cassandra Lewis fyrir Little Things

SHARE