Hvað veist þú um húðkrabba?

photo by stockimages
photo by stockimages

Húðkrabbamein er ein algengasta tegund húðkrabbameina hjá konum frá kynþroskaaldri til 35 ára. Húðkrabbamein eru oftast brún eða svört á litinn, en geta stundum verið rauð, húðlituð eða jafnvel hvít. Þau geta myndast út frá fæðingarblettum eða myndast á húð þar sem áður var enginn blettur. Húðkrabbamein getur myndast út um allan líkama, jafnvel á svæðum þar sem sólin nær ekki til eins og til dæmis á kynfærasvæðum. Einnig geta þau myndast á nöglum, augum og í munni.

Algengast er að karlmenn fái þá á bakið en konur á fæturna. Þeir sem hafa óreglulega fæðingarbletti, sérstaklega ef um sortuæxli eru í ættinni, fá frekar sortuæxli en aðrir. Það sem þarf að vera vakandi yfir eru einkenni eins og blettir sem stækka, blettir sem eru mjög dökkir, blettir sem hafa óreglulega liti eða breyta um lit og sár sem ekki gróa. Batahorfur eru nokkuð góðar en það veltur þó mikið á því að meinið finnist sem fyrst og því er mikilvægt að fara reglulega í blettaskoðun hjá húðlækni.

Þekktasta orsök húðkrabbameina er útfjólublá geislun. Mikil útfjólublá geislun í skamman tíma í einu, sem orsakar bruna, eykur hættu á sortuæxli og auknum líkum á grunnfrumukrabbameini. Jöfn og stöðug geislun yfir langan tíma orsakar flöguþekjukrabbamein. Einstaklingum sem hafa sólbrunnið illa undir 20 ára aldri er frekar hætt við að fá sortuæxli síðar á ævinni. Geislaskemmdirnar safnast saman yfir æviskeið hvers og eins, allt frá barnsaldri og eiga því mikinn þátt í myndun sortuæxla. Með þetta í huga ætti að vera ljóst hversu mikilvægar sólarvarnir eru og er þá lágmarks sólvarnarstuðull spf 15. Fyrir börn ætti að vera enn hærra því við berum jú ábyrgð á að húð þeirra brenni ekki og fyrir þau allra yngstu ætti að hafa þau með sólhatt og í léttum, ljósum klæðnaði sem þekur sem mest af húð þeirra.

Förum varlega í sólinni og njótum þess að vera til!

SHARE