Hvaða áhrif hafa sykur, glúten, mjólk og vín á andlit þitt?

Húð þín er endurspeglun af heilsu þinni. Óhollt fæði og fæðuóþol geta valdið alvarlegum húðvandamálum, sérstaklega á andliti þínu.

Sjá einnig: Fæðuóþol og ofnæmi geta horfið á meðgöngu!

1. Vín

How-Sugar-Gluten-Milk-and-Wine-Harm-Your-Face-1

Klassísk einkenni hjá fólki sem drekkur of mikið áfengi eða hafa óþol fyrir áfengi, eru miklar hrukkur á milli augna, stækkaðar svitaholur, þurr húð, roði í kinnum og línur undir nefinu og við hlið þess.

Sjá einnig: 10 merki þess að þú ættir að hætta að borða glúten

2. Glúten

How-Sugar-Gluten-Milk-and-Wine-Harm-Your-Face-2

Algeng einkenni hjá fólki sem er með glútenóþol eru, bólgnar rauðar kinnar, bólur og litabreytingar á höku. Sérfræðingar telja að um 15% heimsbyggðarinnar sé með glútenóþol.

3. Mjólk

How-Sugar-Gluten-Milk-and-Wine-Harm-Your-Face-3

Algeng einkenni eru bólgin augnlok, dökkir baugar og bólur á höku. Allt þetta bendir til þess að þú hafir mjólkuróþol og ættir að huga að því að hætta að innbyrða mjólkurvörur.

Sjá einnig: 5 hlutir sem gerast þegar þú hættir að borða sykur

4. Sykur

How-Sugar-Gluten-Milk-and-Wine-Harm-Your-Face-4

Fólk sem er með sykuróþol er með fleiri hrukkur og línur á enninu. Þau eru bólgin í kringum augun og eru með þurra og stífa húð. Sykur inniheldur sameindir sem binda sig við kollagen húðarinnar og veldur því að húðin missir teygjanleika sinn.

SHARE