Hvaða fylgihlutir eru ómissandi í sumar?

Það góða við sumarið er að loksins er hægt að fleygja húfum, treflum og hönskum inn í skáp og skreyta sig með fallegum fylgihlutum í staðinn og leyfa þeim að njóta sín. Tískan í fylgihlutaflórunni er fjölbreytt í sumar og þess vegna ættu allir að eiga auðvelt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Hattar, hálsmen, eyrnalokkar, hárbönd og hringir – fallegir fylgihlutir setja oft punktinn yfir i-ið hvað heildarútlitið varðar.

26984 8

26984 7

26984 6

Hárbönd hafa verið áberandi á tískupöllunum í allskonar útfærslum. Það getur líka verið voðalega þægilegt að notast við hárband þegar ekki er nenna til þess að leggja mikinn metnað í hárgreiðsluna. Hippatískan virðist einnig alltaf gera aðeins vart við sig með hækkandi sól. Þess vegna eru hvers kyns blómahárbönd og spangir oft vinsælir fylgihlutir á sumrin.

26984 4

Bee Shaffer, dóttir Anna Wintour ritstjóra tískutímaritsins Vogue, var með einfalt band á höfðinu á Met Gala samkomunni í byrjun maí.

26984 2

Hattar hafa verið vinsæll fylgihlutur undanfarin sumur og eru vinsældir þeirra ekkert að dvína ef marka má helstu tískuverslanir. Flottur hattur getur líka bjargað slæmum hárdegi hratt og örugglega.

26984 3

Derhúfur gefa höttunum ekkert eftir. Leðurderhúfur eru vinsælar sem og hefðbundnar íþróttaderhúfur.

26984 5

26984 1

Bönd um hálsinn og hin svokölluðu mellubönd (choker) eru það heitasta um þessar mundir og ómissandi fyrir sumarið.

Birtist fyrst í …amk fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE