“Hvar má ég brjóstfæða barnið mitt?” – Mögnuð markaðsherferð

Svo heltekin er bandaríska þjóðin af lögun konubrjósta og almenningur um leið viðkvæmur fyrir nekt kvenna, að mæður þar í landi eiga alvarlega undir högg að sækja fyrir það eitt að brjóstfæða börn sín. Að ekki sé talað um fyrir opnum dyrum. 

Okkur Íslendingum kann að finnast þetta hljóma barnslega og einhverjir eiga jafnvel erfitt með að trúa þessu; en í fylkjum á borð við Texas er löggjöfin ansi tvíþætt. Mæður hafa rétt til að brjóstfæða börn sín á almannafæri, en á sömu stundu eru engin lög til sem halda verndarhendi yfir einkalífi og mannréttindum mæðra og kornabarna.

Þó bandarísk móðir megi samvkæmt lögum brjóstfæða barn sitt á opinberum stað, er einnig leyfilegt að: 

A )  Áreita móðurina og gera niðrandi athugasemdir við “nekt” hennar. 

B )  Vísa henni út með nýfætt barn sitt á grundvelli ósæmilegrar hegðunar. 

Þetta merkir að þær bandarísku mæður sem brjóstfæða börn sín mega stöðugt eiga von á niðrandi athugasemdum, nema þær fari hreinlega í felur með börn sín og brjóstfæði þau í laumi. Sem svo aftur varð sprettan að þróttmikilli hugmynd tveggja liststúdenta  á háskólastigi þar í landi.

Napur veruleikinn: Bandarísk móðir brjóstfæðir barn sitt á almenningssalerni

o-WHEN-NURTUR-CALLS-3-900

Það voru hönnunarnemarnir Jonathan Wenske og Chris Haro sem settu nýverið upp vefsíðuna WHEN NURTURE CALLS í þeim eina tilgangi að vekja athygli á tvöfeldni þess boðskapar að konur skuli brjóstnæra börn sín en gæta um leið fyllsta velsæmis og helst bak við luktar dyr, skömmustulegar og þjakaðar á svip yfir því einu að hafa svarað einu fallegasta kalli náttúrunnar.

Myndir þú bjóða barninu þínu upp á veislumáltíð á illa lyktandi almenningssalerni? 

o-WHEN-NURTURE-CALLS-1-900

Þó hugmyndin sé enn á frumstigi og fjármagn skorti til að hrinda henni í framkvæmd, hafa bandarískar mæður tekið skólaverkefni þeirra félaga fagnandi og herferðin, sem er enn volg af teikniborðinu, bíður nú þess að fjármagn náist til að hrinda henni í framkvæmd.

Árið er 2014; þetta eru daglegar aðstæðar brjóstfæðandi mæðra vestanhafs

o-WHEN-NURTURE-CALLS-2-900

Í tillögunni að markaðsherferðinni er einnig lagt til að mæður geti hlaðið niður farsímaviðbót sem gerir þeim kleift að skanna veitingastaði, kaffihús og almenningsbókasöfn í grenndinni; hvílustaði þar sem mæður eru velkomnar með börn sín og mega brjóstfæða að vild.

Breast Friends yrði ætlað að auðvelda mæðrum að finna vinveitta hvíldarstaði: 

breast friends snagit

Þó ekki enn hafi fundist fjármagn til að hrinda markaðherferðinni í framkvæmd, hefur verkefnið hlotið svo sterkan hljómgrunn að bandarískir miðlar hafa tekið umfjallanir upp á sína arma og listnemarnir tveir sem stóðu fyrir hugmyndinni hafa nú sett upp Facebook síðu, þar sem fylgjast má grannt með framvindu mála og frumvarpi til laga um aukin mannréttindi brjóstfæðandi mæðra sem tekið verður fyrir á bandaríska þinginu í janúar árið 2015. 

SHARE