Hvar megum við tjalda?

Erum við búin að gleyma því að það er hægt tjalda á fleiri stöðum en tjaldsvæðum?

Í gamla daga keyrði maður framhjá tjöldum í vegköntum og það voru ekki bara útlendingar, heldur íslenskar fjölskyldur að njóta lífsins og náttúrunnar, jafnvel við hliðina á læk, á eða vatni. Algjör friður, ró og allir sofandi í einni kös. Börn að búa sér til sínar eigin ævintýraheim út í móa og foreldrarnir flatmagandi með prímusinn, eldandi eitthvað sem kom úr dós.

Samkvæmt reglum um það hvar má tjalda, segir að hver sem er má tjalda við aðalvegi og á óræktuðu landi yfir eina nótt. Ef fólk langar til að tjalda nálægt húsi, ber að biðja landareigandi um leyfi. Þú mátt tjalda utan vega nánast hvar sem er, nema aðrar reglur séu í gildi á því svæði. Landareigendur geta bannað fólki að tjalda á viðkvæmum svæðum þar sem hætta er á skemmdum á jarðvegi.

Það getur verið öðruvísi upplifun að tjalda annars staðar en innan um hjólhýsi, tjaldvagna, húsbíla eða fellihýsa. Að taka sér smá frí frá annríkinu og áreiti og finna sér einhvern fallegan stað til að tjalda á yfir nóttina. Flestir hafa gott af því að komast aðeins í tengsl við fallegu náttúruna okkar og njóta lífsins.

tjald 1

Heimildir: Camping.is

SHARE