Hveiti- og sykurlausar bananamúffur af matarbloggi Tinnu – Uppskrift

Hér kemur önnur uppskrift frá Tinnu Björg en hún heldur úti matarblogginu tinnabjorg.comÞar birtir hún allskonar gómsætar uppskriftir bæði af gómsætum kökum og allskonar sætindum og góðar og hollar mataruppskriftir. Við fengum að birta þessa einstaklega girnilegu uppskrift frá Tinnu. Það er tilvalið að prófa þessa um helgina! Þú getur nálgast Facebook síðu Tinnu Bjargar hér ef þú vilt fá allar girnilegu uppskriftirnar á fréttaveituna hjá þér. Þessar girnilegu og hollu bananamúffur bakaði Tinna um daginn, grunnuppskriftin er fengin af íslenskri matarbloggssíðu sem kallast Bakarí Gullu en Tinna breytti henni þónokkuð og skipti hveitinu út fyrir möndlumjólk og spelt. Hér er þessi góða uppskrift:

Bananamúffur

200-225 g döðlur
2 1/2 dl vatn
3 stappaðir bananar
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
150 g möndlumjöl
150 g spelt
2 egg
2 msk ólífuolía
2 tsk vanilludropar

Sjóðið döðlur í vatninu í nokkrar mínútur þar til þær verða mjúkar. Maukið döðlurnar í blandara með vatninu.
Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið eggjum, ólífuolíu, vanilludropum, stöppuðum bönunum og döðlumauki saman við.

Smyrjið eða spreyið muffinsform með feiti og hellið deiginu í.

Uppskriftin dugar í 12 múffur.

Bakið við 200° í 15-20 mínútur.

Ég notaði 200 g af döðlum í uppskriftina en fyrir þá sem vilja hafa þær mjög sætar er ágætt að bæta 25 g við. Athugið að þær verða mun sætari daginn eftir.

 

Möndlumjölið gefur múffunum ofboðslega fyllt og gott bragð og skemmtilega áferð.

SHARE