Hver er þreyttastur á þínum vinnustað?

Baugar eru að verða stöðutákn eftir að nýleg bresk rannsókn sýndi að vinnandi fólk, og þá sér í lagi konur, er farið að metast um það hvert þeirra fái nú minnsta svefninn á nóttunni. Ein niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að meðalmanneskja á vinnumarkaði í dag, fær minni svefn en meðalmanneskja á vinnumarkaði fyrir 10 árum.

Þessi fækkun svefnstunda hefur verið tengt streituvaldandi störfum og þeim erfiðleikum sem þeim fylgja, eins og jafnvægi milli persónulega lífsins og vinnu. Að vísu segja 69% að þeir myndu með glöðu geði fórna einum auka klukkutíma í svefn til þess að gera það sem þarf að gera og 83% sögðust vaka lengur til að svara tölvupóstum og undirbúa næsta dag.

Þrátt fyrir að missa um 2 vikur af svefni, á ári, finna margir Breta hjá sér þörf til þess að gera meira úr þessu fyrir framan aðra. Meira en þriðjungur aðspurðra viðurkenndu að vera sífellt að keppast við samstarfsfélagana, um það hver fær minnsta svefninn og voru konur líklegri til þess að vera að keppast heldur en karlar. Tvær af hverjum fimm konum sögðust „státa sig“ af því hversu lítinn svefn þær fengju á meðan einungis 32% karla gerðu slíkt hið sama. Hinsvegar voru karlmenn líklegri til að ljúga til um hversu mikið þeir svæfu á nóttunni, en 12% karla sögðust gera það á meðan 9% kvenna sögðust ljúga til um svefninn sinn.

Fjórðungur ungmenna (25-34 ára) á vinnumarkaði ljúga til um það hvenær þeir fara á fætur til að ganga í augun á yfirmanni sínum.

Það verður að segjast að þessar niðurstöður eru áhugaverðar og ábyggilega flestir sem kannast við eitthvað í þessum dúr. Annað hvort hefur þú heyrt einhvern grobba sig af því hvað hann þarf lítinn svefn og kannski hefurðu gert það sjálf/ur.

 

 

 

SHARE