Hver hannar flottasta hótelherbergið? – Myndir

Við hér á hun.is höfum verið að fylgjast með umbyltingu fjögurra herbergja á Foshótel Lind sem útskrifaðir hönnuðir úr Listaháskóla Íslands hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að.  Þema keppninnar var ÍSLAND og fengu keppendur frjálsar hendur um kaup á efnum og húsgögnum. Gjörningur þessi var hluti af Hönnunarmars sem er nýafstaðinn, þar sem fjögur tveggja manna lið börðust um fyrsta sætið.  Herbergin eru tilbúin og mun dómnefndin koma saman um helgina og skera úr um hvaða lið var hlutskarpast. Til mikils er að vinna fyrir keppendur þar sem fjöldi fyrirtækja gefur feita vinninga

Dómnefndina skipa þeir  Björn Skaptason Arkitekt, Davíð T Ólafsson Framkvæmdarstjóri Íslandshótela og Greipur Gíslasson verkefnastjóri Hönnunarmars.

Áhugasamir geta fylgst  með úrslitunum á síðu hótelsins HÉR.

foss-hrafntinna-1-
LIÐ 1 Herbergi þeirra Sólveigar Gunnarsdóttur og Guðnýjar Pálsdóttur fékk nafnið 
HRAFNTINNA

 

foss-rjupa-1-
LIÐ 2 Ólöf Rut Stefánsdóttir og Unnur Ólafsdóttir eru með herbergið RJÚPA

 

foss-andstaedur-1-
LIÐ 3 skipa þær Ylfa Geirsdóttir og Harpa Björnsdóttir og herbergið þeirra er ANDSTÆÐUR ÍSLANDS

 

foss-slabb-1-
LIÐ 4 Helga Páley Friðþjófsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir eru með herbergið SLABB

SHARE