Útskrifaðir hönnuðir úr Listaháskóla Íslands hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að umbyltingu fjögurra herbergja á Fosshóteli Lind í Reykjavík. Mun þessi gjörningur vera hluti af Hönnunarmars þar sem fjögur tveggja manna lið berjast um fyrsta sætið.  Þema keppninnar er ÍSLAND og fá keppendur frjálsar hendur um kaup á efnum og húsgögnum. Jafnframt geta þau nýtt sér inneignir hjá samstarfsaðilum verkefnisins en er þó gert að halda sig innan ákveðins ramma.

Dómnefnd mun dæma hönnun keppenda, en almenningur getur líka haft áhrif á að velja sitt uppáhalds hönnunarherbergi, bæði á Facebooksíðu Fosshótela og á staðnum frá og með 27. Mars nk. Dómnefnd skipa Björn Skaptason Arkitekt, Davíð T Ólafsson Framkvæmdarstjóri Íslandshótela og Greipur Gíslasson verkefnastjóri Hönnunarmars.

Til mikils er að vinna fyrir keppendur þar sem fjöldi fyrirtækja gefur feita vinninga.
Afraksturinn verður til sýnis á HönnunarMars helgina 28. – 30. Mars.

Áhugasamir geta fylgst með keppninni hér.

Keppendur:

Lið 1
foss-lið1-

Lið 2
foss-lið2-

Lið 3
foss-lið3-

Lið 4
fosshotel-lið4-

 

 

 

 

 

SHARE