Hver náði þessari mynd af Jamie Foxx og Katie Holmes?

Kannski voru þau bara að kless’ann. Jafnvel eru þau par. Hvað veit fólk? Og hver tók myndina sem nú prýðir alla helstu slúðurmiðla heims og sýnir Katie Holmes, fyrrum eiginkonu Tom Cruise í innilegum samræðum við kyntáknið Jamie Foxx?

.

katie-holmes-jamie-foxx

Katie og Foxx dönsuðu innilega á sviði skömmu eftir skilnaðinn við Cruise

Sögusagnir þess eðlis að Katie og Jamie séu ástfangin á laun hafa gengið fjöllunum hærra undanfarið ár, en Katie skildi við eiginmann sinn til margra ára, kvikmyndastjörnuna Tom Cruise, síðla árs 2013. Katie hefur allar götur staðið skýran vörð um einkalíf sitt og einkadóttur, Suri Cruise, en ekkert gefið uppi um vináttu þeirra Jamie, sem í það minnsta virðist afar innileg.

.

Katie Holmes

Katie er þögul sem gröfin og hefur ekkert gefið út á orðróminn sjálf

Hér er ljósmyndin sem innanbúðarmaður smellti augljóslega af í laumi, en myndin sýnir þau Katie og Jamie í innilegum samræðum og ef marka má líkamstjáninguna – þá er Foxx allt annað en fráhverfur þeirri hugmynd að eyða innilegri stund með Katie. Reyndar lítur svo út fyrir að þau séu þegar orðið par – en neiti að gefa nokkuð uppi:

.

jamie_foxx_katie_holmes

.

Ljósmyndin var tekin í febrúar á þessu ári og veitir ótrúlega innsýn í daglegt líf stjarnanna fjarri kastljósinu og birtist í Us Weekly fyrr í þessari viku. Katie, sem orðin er 36 ára gömul hefur að sögn þeirra sem til þekkja eytt ómældum tíma með Foxx undanfarna mánuði – en kyntáknið sem er orðinn 47 ára gamall sver hins vegar af sér náin kynni við leikkonuna með öllu.

Hér má sjá myndband sem slúðursíðan TMZ birti og sýnir hvernig Jamie svarar þegar slúðurljósmyndara ber að garði – takið eftir bílhurðinni!

SHARE