Hverjar voru best klæddar á Óskarnum samkvæmt Kim?

Kim Kardashian elskar glamúrinn sem er á óskarsverðlaunaafhendingunni og deildi með aðdáendum sínum á heimasíðu sinni kimkardashianwest.com að henni hafi þótt Jennifer Lawrence, Rooney Mara og Margot Robbie ber af í sínum kjólum.

Sjá einnig: Svona færðu tagl eins og Kim Kardashian

Jennifer Lawrence var í svörtum blúndukjól frá Dior Haute Couture. Hún var með hárið látlaust og lagði áherslu á augnförðunina. Rooney var í hvítum blúndukjól frá Givenchy Haute Couture, hárið tekið allt aftur og áherslu lagði hún á vínrauðan varalit. Margot var í þriðja sæti samkvæmt Kim og var hún í flegnum og gyltum Tom Ford kjól með snákaskinnsáferð. Hún var með létta liðið í hárinu og toppaði útlitið með svartri handtösku.

Sjá einnig: Jennifer Lawrence lætur blaðamann heyra það

31AA5CDB00000578-3469800-image-m-17_1456769076306

31A9BC1900000578-3469800-image-a-27_1456769230668

31A9BD3100000578-3469800-image-m-26_1456769215059

SHARE