Hvernig á að heilla konu?

Öll erum við nú misjöfn eins og við erum mörg, hér eru þó nokkur basic atriði sem fínt er að hafa í huga ef þú ert að reyna að nálgast stúlkuna sem þú ert hrifinn af.

1. Ræddu einhver “tilfinningatengd” mál eins og minningar úr barnæsku, langanir þínar eða áhugamál hennar.  Samræður af þessu tagi snerta við tilfinningum hennar.

 

2. Konur dragast að mönnum sem taka forystuna. Þegar þú ert að tala við konu skalt þú eiga frumkvæðið.

 

3. Taktu eftir svipbrigðum hennar og hreyfingum.  Ef þú stendur of nálægt henni og munnvatnið frussast út úr þér eða eitthvað annað í fari þínu er óþægilegt sést það á henni. Taktu eftir því

 

4. Mundu þetta  “gaman – ekki fyndið.” Konur laðast að mönnum sem þeim finnst gaman að vera með. Vertu ekki að rembast við að segja eitthvað fyndið. Reyndu frekar að sjá til þess að það sé gaman hjá ykkur.

 

5. Stríddu konum svolítið.  Ef svolítil stíðni er í samtalinu verður það oft skemmtilegt og þá getur verið stutt í daðrið. Spáðu í hvernig þetta var á leikvellinum þegar þú varst krakki. Það sama virkar í stefnumótabransanum og virkaði þar!

 

6. Vertu náinn. Konur laðast að mönnum sem hika ekki við að vera persónulegir og nánir.

 

7. Vertu mátulega beinskiptinn. Konur eru mjög spenntar að heyra hvað þér finnst um þær. Segðu henni hverju þú tókst eftir í fari hennar.

 

8. Forðastu að hlaða lofi á konu. Ef karlinn er allt of ákafur er eins og hann sé frekar illa haldinn og það er ekki heillandi. Þegar þú hrósar konu upp í hástert fer hún að hugsa að þú sért að reyna all hressilega við hana, þú ert einfaldlega að reyna of mikið. Og það hefur yfirleitt þveröfug áhrif.

 

9. Ef þig langar til að vita hvernig maður talar við konu án þess að þreyta hana … skaltu passa að spyrja hana ekki eins og hún sé í samtali við blaðamann. Þú skalt frekar segja henni hvað þér finnst um þetta og hitt.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here