Hvernig á að litaraða Iittala Kivi kertastjökunum?

Það er líklega vandfundið það íslenska heimili þar sem ekki má finna hluti frá finnska merkinu Iittala. Kivi stjakarnir frá merkinu hafa notið mikilla vinsælda og margir sem safna þessum fallegu kertastjökum. Það skyldi engan undra um vinsældir Kivi stjakanna, enda eru þeir svakalega flottir og gefa fallega birtu. Þeir sem eru að safna ólíkum litum af Kivi kannast þó eflaust flestir við það hvimleiða vandamál að para litunum smekklega saman…

Kivi-Group-big-small

Það vandamál er nú úr sögunni en í þessu myndbandi má sjá útskýrt frá A til Ö hvernig eigi að búa til litasamsetningu sem segir sex! Að sögn þessa mikla meistara má blanda öllum litunum saman en lykilinn á bakvið góða samsetningu er jafnvægi.
Það má svo sannarlega læra eitt og annað af þessum.

 

imgc03c440azik2zj

Full colors, mid-tones og brilliance í þessari fallegu samsetningu

 

SONY DSC

 

Grænt þema

Iittala_Kivi_group_2011_500

Regnbogaþema hér…

f22a27677a6a67df0dc4d3bf6a37a6af

 

Einfaldleikinn í fyrirrúmi

Þá er bara að byrja að raða – góða skemmtun!

 

Sjáðu fleiri greinar á nude-logo-nytt1-1

SHARE