Hvernig á að plokka? – Skiptir það máli?

photo by stockimages

Þegar við plokkum hár, eins og t.d. augabrúnir, skiptir máli hvernig það er gert. Hárin liggja upp við húðina og það á að plokka þau þannig að þau eru dreginn upp úr húðinni eins og þau liggja.

Ef við kippum þeim beint upp eða á móti hárvextinum, eigum við á hættu að skemma hársekkinn og hárið þar af leiðandi vex vitlaust upp þegar það kemur aftur.Hárið getur þá staðið beint upp frá húðinni í stað þess að liggja meðfram henni. Þannig að já, það skiptir máli hvernig við kippum óæskilegum hárum upp úr húðinni!

Vilt þú senda fyrirspurn til snyrtifræðings? Sendu þá póst á inga@hun.is

SHARE