Hvernig bregst maður við hjartaáfalli ef maður er einn þegar það hendir? – Skyldulesning!

Margir eru einir þegar þeir byrja að upplifa mikla verki i brjósti sem oft eru byrjunin á hjartaáfalli. Ef hjartslátturinn er orðinn óreglulegur og krafturinn að fjara út eru ekki nema u.þ.b. tíu sekúndur þangað til meðvitundin hverfur.

Þeir sem lenda svona í því gera best í því að sjálfsögðu að hringja í neyðarlínuna strax. Hins vegar birtu hjartasamtökin (Mended hearts) grein með eftirfarandi leiðbeiningum. Þessi aðferð heitir Cough CPR á ensku og er notuð í sumum aðstæðum af fagfólki. Þessi aðferð er þó umdeild og það eru sumir læknar sem tala um að þessi aðferð virki ekkert endilega, hinsvegar birti læknirinn  Tadeusz Petelenz niðurstöður úr rannsókn (heimildir fyrir neðan grein) sem sýndi fram á það að að hósta hraustlega og oft gæti hjálpað til í sumum tilvikum ef þú færð hjartaáfall, meðan þú ert að bíða eftir aðstoð. Það þarf að anda djúpt áður en hóstað er og draga hóstann á langinn eins lengi og hægt er.

Þetta  (anda djúpt og hósta) þarf að endurtaka hvað eftir annað þar til hjálp berst.

Þegar maður andar djúpt fá lungun súrefni og þegar maður hóstar ýtir það á hjartað og hjálpar upp á blóðrásina. Þegar hjartað verður fyrir þrýstingi gæti það hjálpað til meðan beðið er eftir fagaðilum.  Það kemur fram að það er alltaf mikilvægast að fá fagmenn til að hjálpa sér í þessum aðstæðum og þessi aðferð getur hjálpað í ákveðnum tilfellum þar til hjálp berst. Læknar tala einnig um að það sé gott að taka Aspirin við fyrstu merki hjartaáfalls.

Sumir læknar hafa sagt að fólk ætti ekki að nota þessa aðferð nema það sé undir eftirliti fagaðila. Hinsvegar hafa rannsóknir sýnt að þessi aðferð getur hjálpað í sumum tilvikum.

ATH!  hér er einungis verið að tala um aðferð sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað til meðan þú ert að bíða eftir aðstoð ef þú ert með mikla verki fyrir brjósti, sem oft er byrjun á hjartaáfalli. Það er EKKI verið að tala um að þessi aðferð lækni hjartaáfall, þetta er einungis ein af þeim aðferðum sem sumir ráðleggja meðan beðið er eftir hjálp. Eins og tekið er fram hér í byrjun þá er auðvitað fyrsta verk að hringja í 112!

Heimildir  m.a. http://urbanlegends.about.com/gi/dynamic/offsite.htm?site=http://www.msnbc.msn.com/id/3077018/ns/health-

http://www.heart.org/HEARTORG/Conditions/More/CardiacArrest/Cough-CPR_UCM_432380_Article.jsp#.TvxPIZfw18F

http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=850

http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/3201969.stm

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here