„Hvernig geturðu skeint þig með þessar klær?“

Khloe Kardashian hefur verið gagnrýnd fyrir langar neglur sínar, sem hún sýndi á Instagram. Hún var að sýna möttu, rauðu neglurnar sínar en hún er með akrýl neglur og var mjög stolt af þeim.

Myndin sjálf fékk um milljón „like“ en sumir voru ansi orðljótir þegar þeir lýstu vanþóknun sinni á „klónum“ hennar.

 

Meðal athugasemdana voru til dæmis:

„Hvernig geturðu skipt um bleiu á barninu þínu?“

„Hvernig geturðu séð um ungbarn með svona langar og harðar neglur?“

„Ég hef alltaf verið að velta fyrir mér… Hvernig í veröldinni geturðu skeint þig með svona langar neglur?“

Khloe svaraði þessu með færslu á Twitter:

SHARE