Hvernig hugsum við um húðina?

Húðin er okkar stærsta líffæri og er því mikilvægt fyrir okkar að huga vel að henni svo hún haldist heilbrigð út lífið.

Ef óhrein­indi, krem og farði eru ekki hreinsuð vel af and­lit­inu á kvöld­in get­ur það bæði valdið stífl­um, ból­um og öðrum húðvanda­mál­um, en einnig komið í veg fyr­ir að krem og ser­um sem bor­in eru á fyr­ir nótt­ina nái fullri virkni. Á morgn­ana er af sömu ástæðu gott að hreinsa húðina eft­ir nótt­ina.

Hreinsum húðina kvölds og morgna.

Það mikilvægasta í húðumhirðu er að hreinsa húðina vel.
Allir ættu að hreinsa húðina á kvöldin þó engar förðunarvörur séu notaðar. Húðin verður fyrir stöðugu áreiti yfir daginn af völdum mengunar og óhreininda og því er mikilvægt að hreinsa hana eftir daginn.
Ef við notum förðunarvörur og sólarvörn er gott að notast við tvöfalda hreinsun til að ná öllu af.
Gott er að nota milda hreinsa með ekki of miklum aukaefnum eins og t.d þennan frá Evolve .

Djúphreinsa húðina tvisvar í viku

Til að ná að hreinsa allar dauðar húðfrumur og uppsafnaðari olíu úr húðholunum er gott að djúphreinsa eða skrúbbahúðina létt tvisvar í viku.

Við gerum það með að nota kornaskrúbba, ávaxtasýrur eða djúphreinsa með ensímum. Húðin verður jafnari, meira ljómandi og dregur betur í sig aðrar vörur.
Gott er að velja djúphreinsi sem viðkomandi finnst best að nota. Því engin vara virkar inn í skáp ónotuð.
Kornaskrúbburinn frá Sanzi er án allra aukaefna og ilmefna og er því einstakalega mildur og góður. Einnig eru ensím mjög mild og góð leið til að djúphreinsa eins og þessi frá Skin Regimen.

Verndum húðina

Sólarvörn, sólarvörn, sólarvörn.

Mikilvægasta sem við gerum gegn ótímabærri öldrun er að nota sólarvörn. Hún kemur í veg fyrir skemmdir af völdum UV geisla. UV geislar sólarinnar brjóta niður kollagen húðarinnar og gera hana slappa, eykur litabreytingar og getur valdið húðkrabbameini. Því er mikilvægt að vernda vel húðina.

Veldu þægilega sólarvörn sem smýgur vel inn og er þægileg að nota undir farða. Einnig er hægt að velja andlitskrem með sólarvörn eins og þessa frá Marc Inbane sem er með SPF 30, léttum lit og æðislegum ljóma.

Endurnýjum húðina

Þróunin í snyrtivörum á síðustu árum er búin að vera gríðarleg og mikið hægt að gera í dag til að bæta húðina.
Vinsæl leið til að endurnýja og betrumbæta húðina er að nota retinol. Það er A vítamín sem eykur húðendurnýjun og hjálpar til við kollagen framleiðslu húðarinnar.
Einnig hafa tæknilegar snyrtivörur verið að ryðja sér til rúms með sinni einstöku virkni og þar á toppnum trónir Augustinus Bader. The Rich Cream var einmitt valið besta krem allra tíma árið 2022.

Ef þið hafið einhverjar spurningar um húðumhirðu ekki hika við að kíkja til okkar í Eliru Smáralind og fá rágjöf fagaðila.

SHARE