Líkami okkar getur komið upp um það hvað við erum að hugsa. Það sem gleymist oft varðandi líkamstjáningu er það hvernig við kreppum hnefann. Ótrúlegt en satt þá getur þessi einfaldi hlutur sagt mikið um persónuleika okkar.
1. Ef þú kreppir hnefann svona ertu örugglega fyndin/n og skapandi, en viðkvæm/ur fyrir gagnrýni. Þú ert næm/ur fyrir tilfinningum annarra og vilt helst alltaf halda þig innan þíns þægindaramma.
2. Ef þú kreppir hnefann svona ertu, útávið, mjög heillandi, félagslynd/ur og tekur stjórnina. Innra með þér ertu samt háð/ur hvatningu annarra og hefur áhyggjur af því að standast ekki væntingar þeirra.
3. Ef þú kreppir hnefann svona ertu með frjótt ímyndunarafl, metnað og ert fróðleiksfús. Innra með þér ertu stundum óörugg/ur og hefur áhyggjur af því að fólk notfæri sér metnað þinn og jákvæðni.