Hvernig strýkur þú skjáinn þinn?

Hvernig þú strýkur skjáinn segir til um persónuleika þinn. Síminn okkar veit mikið um okkur. Við notum búnaðinn á hverjum einasta degi, svo árum skiptir, án þess að taka eftir því mynstri sem við erum búin að búa okkur til. Þar eru að finna augljós merki um persónuleika okkar, allt frá hringitóni, myndinni í bakgrunninum og lásaskjánnum.

Við höfum fimm leiðir til að opna símann okkar og hvað hver og ein aðferð segir til um þinn persónuleika.

Sjá einnig: Er snjallsíminn að aflaga á þér litla fingurinn?

download

Strjúka til hægri

Því meira sem þú strýkur til hægri, því meira skilur þú sjálfa/n þig. Þú ert lengi að opna þig fyrir öðrum og þú þarft að finna fyrir tengingu og krafti. Þú ert skapandi og mikil félagsmanneskja. Þú spáir mikið í gjörðum þínum og veist að hver og ein þeirra endurspeglar þig.

Strjúka niður

Fólk sér þig sem manneskju sem er með allt á hreinu, gáfaða, hæfa og hógværa. Þú tekst á við allt vandlega og þess vegna eru meiri líkur á því að ná langt starfs- og persónulega séð. Ekki mjög skapandi, en hefur opinn huga í gegnum lífið.

Sjá einnig: Ekki hanga í símanum – Prófaðu masglasið

Strjúka til vinstri

Þú ert góð/ur í heimi viðskipta, sem sýnir að þú ert raunsæ/r, hæf/ur og drífandi. Þú hefur þó ekki sömu nálgun í persónulega lífinu. Í samböndum er eins og þú sért stöðugt að reyna að ná í spottann, en það er vegna þess að þú hefur svo mikla ástríðu.

Strjúka upp

“Engin önnur leið en upp”, er góð samlíking fyrir þig. Þú ert jákvæð manneskja, þó að þig langi ekki alltaf til að vera það og þú þolir ekki að sjá neinn með skeifu. Þú átt auðvelt með að nota persónutöfra þína til að lyfta fólki upp þar sem við á. Öll þessi jákvæðni og orka getur þó dregið mikið úr þér og þú ert ekki eins ósigrandi og þú heldur. En eftir smá hvíld, getur þú byrjað aftur.

Sjá einnig: Sjáðu líkamsvessa með símanum þínum

Báðir þumlarnir á sama tíma

Þegar þú ákveður að gera eitthvað, ferðu alla leið. Þú ert stolt/ur af öllum verkefnum sem þú klárar og færð mikla ánægju út úr því. Þú átt það til að ofmeta tíma þinn og getu, ásamt því að vera oft með of mikið á þinni könnu. Þú velur þessi verkefni vegna þess að þau halda þér alltaf við efnið og undir álagi. Þér líður eins og þú vinnir best undir álagi, en ekki bíða eftir að þú brennir út.

Hvernig strjúkið þið sjáinn á ykkar síma?

SHARE