Hvernig upplifir þitt stjörnumerki ástina?

Flest langar okkur að verða ástfangin og það er svakalega gaman að finna ástina. Þegar við verðum ástfangin förum við að upplifa og gera hluti sem við vanalega gerum ekki. Við getum upplifað ástina á ólíkan hátt og hér er sagt frá því hvernig stjörnumerkin upplifa ástina:

1. Steingeitin

22. desember – 19. janúar 

Steingeitin er alltaf að leita að bestu leiðinni til að finna fyrir ást. Stundum líður Steingeitinni eins og velgengni sambandsins sé algjörlega undir henni komin.

Það getur verið yfirþyrmandi því auðvitað vill maður fá aðstoð hins aðilans við að hlúa að sambandinu. Ekki hika við að vera berskjölduð/aður, því maki þinn stendur með þér í gegnum súrt og sætt.

2. Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Ástin finnur Vatnsberann án þess að hann sé að leita að henni. Í daglegu amstri á Vatnsberinn það til að gleyma að tjá tilfinningar sínar til þeirra sem hann elskar mest.

Þegar Vatnsberinn finnur ástina finnur hann fyrir kitli í maganum, smá ógleði og örlitlum svima þegar hann hugsar um hina manneskjuna. Það er alltaf eins og Vatnsberinn sé að verða ástfanginn í fyrsta sinn og það tekur hann tíma að aðlagast nýju sambandi.

3. Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Fiskurinn eru svakalega fljótur að verða ástfanginn. Hann er opinn með tilfinningar sínar og á auðvelt með að finna ástina, bara með því að vera umhyggjusamur gagnvart öðrum.

Þegar Fiskurinn er ástfanginn mun hann eyða öllum sínum tíma, allri sinni athygli og peningum í þá manneskju sem hann elskar.

4. Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn er ævintýragjarn og er ekki hræddur við að sækja það sem honum finnst hann eiga tilkall til. Ef manneskjan sem Hrúturinn heillast af tekur ekki eftir athyglinni frá Hrútnum, þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því, því Hrúturinn mun taka fyrsta skrefið.

Hrúturinn er einn af öfgakenndustu elskhugum sem manneskja getur átt en hann er einn besti kærasti/a sem hægt er að eiga. Auðvitað verður Hrúturinn virkilega að vilja þig til að vilja gera allt fyrir þig.

5. Nautið

20. apríl – 20. maí

Ef þú hefur einhverntímann verið með Nauti veistu að Nautið er eitt af stöðugustu stjörnumerkjunum. Nautið er jarðbundinn elskhugi sem sýnir ást sína og umhyggju mjög greinilega.

Hinsvegar er ekki auðvelt að láta Naut verða ástfangið af sér. Þú verður að vinna fyrir ást þeirra. Nautið er stolt og þrjóskt og haggast ekki nema fyrir þá sem það elskar.

6. Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Það er erfitt fyrir Tvíburann að tjá sínar dýpstu tilfinningar. Tilfinningar Tvíburans mótast yfirleitt af skoðun þeirra er akkúrat á þeirri stundu og hlusta yfirleitt ekki á innsæi sitt.

Það getur verið að ástin sé alveg útúr myndinni hjá Tvíburanum eða hann ofhugsar sambönd og veit ekki hvað hann á að fá út úr þeim.

 7. Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Krabbinn getur verið einn af hjartnæmustu einstaklingum sem þú finnur. Hann er mjög heimakær og elskar fjölskyldu sína og vini af öllu hjarta. Krabbinn tjáir sig alltaf af mikilli tilfinningu þegar hann leyfir sér að tjá sig.

Það getur verið erfitt fyrir Krabbann að verða ástfanginn. Ekki af því að hann eigi erfitt með að elska fleiri, heldur af því að hann leitar mikið að samskonar ást og hann hefur fundið fyrir áður og það skilja alls ekki allir.

8. Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Ljónið er yfirleitt einn af sjálfhverfustu elskhugum sem þú getur átt. Það þarf stöðuga athygli sem þú átt alls ekki von á.

Hinsvegar, þegar Ljónið verður ástfangið, til lengri tíma, þá er það einn besti maki sem þú getur hugsað þér. Stundum fær Ljónið þann aðila sem það elskar, á heilann.

9. Meyjan

23. ágúst – 22. september

Meyjan og ástin eru eitt það áhugaverðasta sem þú getur orðið vitni að. Meyjan tjáir kannski ást sína eins og önnur stjörnumerki og í stað ástríðufulls faðmlags gæti Meyjan tekið upp á því að rugla í hárinu á ástinni sinni.

Þetta þýðir ekki að Meyjan sé ekki ánægð að sjá maka sinn, heldur er hún bara feimin og gerir eitthvað algjörlega óvenjulegt. Meyjan hræðist mest að hætta að vera ástfangin.

10. Vogin

23. september – 22. október

Vogin talar mikið um það hversu frábært samband hennar er og sér alltaf til þess að allt sé eins og það á að vera. Það á við í öllum persónulegum samböndum við fólk.

Vogin tjáir ást sína með litlum góðverkum eða innihaldsríkum samtölum við fólkið í kringum sig. Hinsvegar heldur Vogin oft að hjarta hennar sé með sinn eigin vilja.

11. Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Sporðdrekinn er einn sá frakkasti þegar kemur að þeim sem hann elskar mest. Sporðdrekinn hefur djúpan skilning á því hvað virkar í samböndum og byggja þann skilning sinn á fyrrum samböndum.

Þetta getur látið Sporðdrekann virka yfirgangsamann við þann sem hann hrífst af. Sérstaklega ef hann heldur að viðkomandi sé hinn fullkomni „fengur“.

12. Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Bogmaðurinn er einn ákafasti elskhugi sem þú getur átt. Þegar Bogmaðurinn verður ástfanginn gerir ekkert hann meira hamingjusaman en að láta maka sinn vera stoltan, spenntan, glaðan o.s.frv.

Margir kunna að vera sammála um það að það, að vera ástfangin/n af Bogmanni er eins og að vera ástfangin/n af sólinni, því það skín svo mikið af Bogmanninum.

 Heimildir: Higherperspective

SHARE