Líkami okkar er hannaður til að hafna bitru bragði, eins og til dæmis af kaffi. Við erum þannig hönnuð, vegna þess að í þróunarsögunni tengdi líkami okkar biturt bragð við eitur. Það sem gerist við kaffidrykkju er að koffínið vekur hjá okkur vellíðan og eykur heilastarfsemi, sem gerir það að verkum að við viljum drekka kaffi þrátt fyrir biturleikann. Þar með erum við að fara gegn viðbrögðum líkama okkar og því hvernig við erum þróuð og njótum kaffibollans í stað þess að hrylla við bragðinu.
Sjá einnig: Vinsælir kaffidrykkir um víða veröld: Hvað værir þú helst til í að smakka?
Nýverið hefur komið fram, að með því að bæta örlitlu salti út í kaffið þitt, minnkar þú bitra bragðið. Passaðu þig þó á því að setja einungis nokkur korn, því annars verður kaffið ódrekkandi.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.