Hversu mikill sykur er í nokkrum íslenskum vörum?

Gyða Ölvisdóttir, sem er lýðheilsufræðingur, birti þessa mynd á Facebook síðu sinni og við fengum leyfi til að birta hana og spurðum Gyðu út í þessa mynd:

“Ég tók þessa mynd á fyrirlestri hjá Gunnari Sigfússyni hann hefur gefið út bók um Lág kolvetna lífsstílinn en þessi umræða var sögð byrja í Svíþjóð og hefur verið mikið í gangi á norðurlöndunum ég las grein í Norsku blaði f.ca. 3- 4 árum. Ég fagna þessum áhuga sem sýnir að fólk hefur mikinn áhuga á hvað það borðar. Þarna er verið að tala bara um sykurmagnið í vörunni. Hvíti sykurinn er alltaf óhollastur en ávaxtasykurinn í of miklu magni hækkar líka sykurstuðulinn í blóðinu. Málin eru aldrei einföld og það sem skiptir máli er ekki bara að ræða um sykur, fitu og próteininnihald í fæðu því að við þurfum allskonar næringarefni, snefilefni og vítamín fyrir líkamann. Ég segi fólk á að borða það sem því verður vel af í hæfilegu magni og borða hægt og njóta matarins.”

Gyða segir að það sé frábært hversu margir hafi áhuga á þessari mynd og segir að það sé  mikilvægt að það sannasta komi fram og umræðan sé uppbyggileg „Því næringin er mikilvæg fyrir alla og á ekki að vera einhver markaðsvara bara til að græða á og gleypi ekki við vöru bara af því að hún er auglýst heilsuvara við þurfum að fara að þálfa okkur í því við eigum að velja vöru með lágan sykurstuðul það er t.d. grænmeti, kjöt, egg og fita. En eins og áður sagði allt í hófi og njóta vel þegar við borðum.“

Tilkynning: Nokkur fyrirtæki hafa tjáð sig eftir að þessi mynd birtist þar sem “staðreyndir” í þessari Facebook færslu eru hraktar. Hér fyrir neðan er tilkynning frá Yggdrasill:

“Þessi mynd fer eins og eldur um sinu á Fésbókinni. Okkur finnst því rétt að árétta að það er ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR í Naturfrisk engiferölinu okkar enda er það 99% eplasafi úr lífrænum eplum.

Eplasafi, eins og annar ávaxtasafi, inniheldur náttúrulegan ávaxtasykur (fructose) sem í einni flösku er jafngildi nokkurra sykurmola. Sama á við um hreina appelsínusafann sem einnig er sýndur.

Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að í ávaxtasafa er mikill ávaxtasykur og því er rétt að neyta hans í hófi. Það hefði alveg eins verið hægt að setja banana, appelsínu eða epli á borðið og sykurmola fyrir framan sem sýna magn ávaxtasykurs í ávextinum. Eins hefði verið hægt að hafa hreina mjólk og sýna magn mjólkursykurs með ákveðnum fjölda sykurmola. Hvítur sykur/sykurmolar er í dag yfirleitt unninn úr sykurrófum – fer í gegnum langt og mikið vinnsluferli.

“Vandamálið” við ávaxtasafa er að í einu glasi er safi úr nokkrum ávöxtum en venjulegur maður ætti erfitt með að innbyrða svo marga ávexti í einu og fengi því aldrei svona mikinn ávaxtasykur í sig í einu ef hann neytti eingöngu ávaxta. Þó má ekki gleyma því að mjög sætir ávextir, eins og bananar, innihalda töluverðan ávaxtasykur og því er rétt að neyta þeirra einnig í hófi. Allt er gott í hófi”

Ívar Guðmundsson gaf einnig frá sér þá yfirlýsingu að það er enginn hvítur sykur í Hámarki, sem samkvæmt myndinni inniheldur fjöldan allan af sykurmolum. Fyrirtæki sem selja umtalaða drykki hafa greint frá því að margar rangfærslur séu í þessari mynd og að myndin eigi ekki við rök að styðjast.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here