Hvolpur og drengur kúra saman – Krúttlegustu myndir dagsins

Það er ekki að spyrja að því, ungviðið þarf að sofa hvort sem um ræðir börn, kettlinga eða hvolpa. Þessu komst Jessica Shyba fyrstu nóttina sem 7 vikna blendingshvolpurinn hennar eyddi heima. Hvolpurinn Theo vældi svo mikið að Jessica gat ekki hugsað sér að láta hann sofa einan aftur.

Eftir 3 daga af stanslausum barning við að fá greyið hvolpinn til að sofa fann Jessica lausnina. Hún var að vagga syni sínum, Beau, í svefn þegar hvolpurinn skreið í fangið á syninum og steinsofnaði. „Ég var gráti næst yfir fegurðinni og vakti þá næstum báða.“ Segir Jessica.

Og eftir það var ekki aftur snúið.

„Á hverjum degi bíður Theo þolinmóður eftir því að Beau sofni. Þegar það gerist er hann orðin svo syfjaður að þegar ég legg hann í rúmið og klöngrast yfir Beau, leggst ofan á strákinn eða við hliðina á honum og þarna sofa þeir, í hrúgu í 2 tíma.“

hvolpakúr7

hvolpakúr6

hvolpakúr5

hvolpakúr4

hvolpakúr3

hvolpakúr

hvolpakúr1

hvolpakúr2

Heimildir

SHARE