Í krabbameinsmeðferð í 5 ár en var ekki með krabbamein

Maður nokkur í Colorado, James Salaz, segist hafa verið í 5 ár í krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein.

Martröðin hófst fyrir 5 árum þegar James fór á spítala því hann var með svo svakalegan verk djúpt í handakrikanum. Læknirinn sagði honum að hann hefði fundið einhverskonar mein í vinstra lunga James. Eftir að sýni voru tekin var James greindur með Langerhans Cell Histiocytosis, sem er mjög sjaldgæft krabbamein sem leiðir til dauða.

Í áfalli eftir fréttirnar fór James til annarra lækna sem staðfestu greininguna. Þeir höfðu allir rangt fyrir sér.

James sagði: „Þeir sögðu allir að ég væri sá eini í Colorado sem væri með þetta krabbamein.“ Hann þurfti að fara í gegnum erfiðar lyfjameðferðir sem hann segir eitt það erfiðasta sem hann hefur gert. James varð bara að taka verkjatöflur til að draga úr sársaukanum og vona að lyfjameðferðirnar myndu virka til að bjarga lífi hans.

Þrátt fyrir meðferðirnar leið James ekkert betur og á seinasta ári fór hann á spítalann til að hitta lækninn sinn, Dr. Choon-Kee Lee. Þá kemst hann að því að Dr. Choon-Kee Lee hafði verið látinn fara frá spítalanum, en James hafði ekki verið látinn vita.

Nýr læknir tók við James og ekki leið á löngu áður en kom í ljós að James var alls ekki með krabbamein og hafði aldrei verið. Hann var hinsvegar með eitthvað sem kallað er æðabólga, sem hefði ekki verið neitt mál að lækna fyrir 5 árum en í dag hefur sjúkdómurinn þróast í eitthvað sem er kallað Wagner.

SHARE