Ice-T og Coco: Njóta tímans með dóttur sinni

Hinn 58 ára gamli Ice-T er að elska það að vera með lítið barn þessa dagana, en hann og eiginkona hans Coco Austin (37) njóta stundana með Chanel Nicole til hins ítrasta.

Sjá einnig: Coco Austin var gagnrýnd harðlega fyrir að birta þessa mynd

ice-t-chanel-nicole__oPt

 

Ice-T var í viðtali í Saturday night’s An Evening With Dick Wolf og þar sagði hann frá dóttur sinni og sýndi myndir af henni:

Ég tek mikið af myndum þessa dagana og ég er þessi gaur sem byrjar á „ó dóttir “ og áður en ég veit af er ég farinn að sýna myndir af henni. Ég sagðist ekki ætla að verða þessi gaur en ég er orðinn hann. Maður ræður ekkert við þetta. Ég er svo hamingjusamur.

Sjá einnig: Áður en Coco Austin varð fræg

Rapparinn talar líka um það hversu margt hefur breyst síðan hann eignaðist eldri börnin sín en fyrir á hann dótturina Letesha (39) og soninn Tracy (23):

Ég er miklu skýrari núna en áður. Þegar ég átti mitt fyrsta barn var allt að verða vitlaust í lífi mínu því ég var að verða Ice-T. Allir voru að eltast við mig og ég varð að láta lítið fyrir mér fara. Ég var ekki að einbeita mér að börnunum, ég var bara að einbeita mér að því að lifa af. Núna er miklu meira jafnvægi á öllu. Við komum heim með barnið, hún grætur, ég fer til hennar og ég er með henni allar nætur. Ég fylgist með henni stækka á hverjum degi og er miklu meira meðvitaður en áður.

 

 

SHARE