Iggy Azalea er ósátt við að vera „photoshoppuð“

Söngkonan og rapparinn Iggy Azalea er ekki ánægð með tískutímaritið Schon magazine. Iggy prýddi forsíðu tímaritsins og sat fyrir á nokkrum myndum.

Sjá einnig: Er Iggy Azalea búin að fara í fleiri lýtaaðgerðir?

Rapparinn hefur fengið mikið hrós fyrir eina myndina í tímaritinu þar sem hún er afar létt klædd. Iggy var fljót að svara hrósinu með því greina frá því að búið væri að eiga við myndina og „photoshoppa“ hana. Hún deildi fyrir og eftir myndunum á Twitter og bætti við að henni líkaði betur við óbreyttu myndina.

Sjá einnig: VÁ! Svona var „Photoshop“ á fjórða áratugnum!

Einn aðdáandi spurði Iggy afhverju myndinni hefði verið breytt og hún svaraði honum að hún hefði ekki hugmynd en að hún væri hamingjusöm með líkamann sinn eins og hann er.

Screen Shot 2016-03-19 at 09.59.31

3248BC3500000578-3499274-image-a-78_1458328778188

SHARE