Indigo-stelpan Akiane Kramarik teiknar fullkomið auga

Akiane Kramarik er aðeins 19 ára en stendur nú þegar upp úr sem heimsklassa listakona. Akiane vakti fyrst athygli þegar hún sem níu ára barn kom fram á Oprah Winfrey Show en þá var hún farin að mála ólýsanlega mögnuð olíumálverk á striga sem voru stærri en hún sjálf.

Sjálf segist Akiane fá innblástur frá sjálfu almættinu. Hún hafi byrjað að teikna háþróaðar skissur á leikskólaaldri og ekki stoppað síðan.

Margir kalla Akiane Kramarik fyrir undrabarn eða svokallað „Indigo.“ Sjálf segist hún eingöngu vilja auðga fegurðina í heiminum og blása von í hjörtu fólks.

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/video.php?v=784757214914426&fref=nf”]

Sannkölluð náðargáfa!

SHARE