Indverskur kjúklingaréttur

Þessi æðislegi réttur sem kallaður er Indian Butter Chicken, kemur frá Matarlyst.

Indian Butter Chicken

6 msk smjör 
900 g kjúklingabringur 
1 laukur saxaður smátt
3 hvítlauksrif pressað
1 msk ferskt engifer pressað í hvítlaukspressu
1 msk gram malasa
1 tsk chili duft 
1 tsk cumin
1/2 tsk cayanne pipar 
500 ml rjómi
375 ml tómat passata
Salt og pipar 
Maizena Sósujafnari brúnn
Jafnvel 1 til 2 msk sykur ef vill, sett út í í lokin setur punktinn yfir i-ið.

Aðferð 
Skerið kjúklingabringur í bita. Setjið 2 msk af smjöri á pönnu og bræðið. Brúnið kjúklinginn í smjörinu á öllum hliðum, ekki fullelda. 
Setjið aftur 2 msk smjör á pönnuna steikið laukinn á miðlungshita í ca 3 mín eða þar til hann verður mjúkur, bætið út á pönnuna hvítlauk, engifer, gram malasa, chili dufti, cayanne pipar og cumin steikið saman í u.þ.b 45 sek. Bætið þá tómat passata út á og blandið vel saman. Látið blönduna malla saman í u.þ.b 5 mín maukið með töfrasprota. Hellið rjómanum saman við og hrærið saman um stund, bætið því næst kjúklingnum út á pönnuna passið að hella vökva af kjúllanum látið malla í 15 mín á meðal hita. Þykkið með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar jafnvel 1-2 msk sykur, það geri ég. 
Bætið í lokin 2 msk af smjöri út á pönnuna og látið bráðna saman við réttinn.

Meðlæti:

Rótí brauð
Grjón elduð á hefðbundinn hátt 
Lime skorið í báta 

Rótí brauð

4 bollar hveiti 
2 msk lyftiduft 
2 msk sykur 
2 tsk salt 
Vatn þar til deigið samlagast vel 
Aðferð

Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið vatni út í þurrefnin þar til deig myndast, og eða hveiti sett út í þar til deigið sleppir vel hendi og hefur samlagast vel.

Mótið litlar kúlur, fletjið þær út þunnt og steikið á olíuborinni heitri pönnu um stund og snúið við og steikið hina hliðina í örskamma stund, passið að brenna ekki brauðið.
Gott er að pensla hvítlauksolíu á brauðið

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here