Ljósmyndir: Vigfús Birgisson og Ólöf Jakobína Ernudóttir

Á Hönnunarmars í húsnæði bókaútgáfunnar Crymogeu sýnir hönnunarteymið Postulína nýtt matarstell sem hlotið hefur nafnið JÖKLA. Eins og nafnið gefur til kynna þá er matarstellið innblásið af töfrum og margbreytileika íslenskra jökla. Stellið er handrennt úr postulíni en litirnir eru þeir sömu og finna má í jöklum og jökulsprungum á hálendi Íslands. Ljósmyndir Vigfúsar Birgissonar af jöklum verða líka til sýnis í Crymogeu og mynda eflaust skemmtilegt samspil við fínlegt matarstell Postulínu.

Postulína er samstarfsverkefni tveggja hönnuða, Guðbjargar Káradóttur og Ólafar Jakobínu Ernudóttur. Við þróun matarstellsins hlaut Postulína stuðning úr hönnunarsjóði Auroru.

Sýningin í Crymogeu opnar fimmtudagskvöldið 27. mars kl 20.30 og stendur til 30. mars nk.

 

 

SHARE