Innlit hjá Kourtney Kardashian – Myndir

Instyle magazine fékk á dögunum að mynda heimili Kourtney Kardashian sem býr ásamt sambýlismanni sínum og tveimur börnum í Calabasas, Kaliforníu. Í sameiningu hönnuðu Kourtney og innanhússhönnuðurinn Jeff Andrews heimilið með fjölskylduna í fyrirrúmi.
Kourtney tjáði Jeff það strax í upphafi að allt heimilið yrði að vera barnvænt og í því fólst að það mætti ekki vera neinar hvassar brúnir enda á hún tvö ung börn undir fimm ára.

Smekkur Kourtney er einkar skemmtilegur en á myndunum má sjá sterka liti í bland við mikið af svörtu og hvítu. Hún á ekki langt að sækja ást sína á svörtu og hvítu því móðir Kourtney, hún Kris, hannaði nánast allt húsið sitt í þeim stíl.

SHARE